Sálmur 30:1–12

  • Hryggð breytist í fögnuð

    • Velþóknun Guðs varir alla ævi (5)

Söngljóð eftir Davíð, flutt við vígslu hússins. 30  Ég dásama þig, Jehóva, því að þú hefur lyft mér upp*og ekki leyft óvinum mínum að hlakka yfir mér.+   Jehóva Guð minn, ég hrópaði til þín á hjálp og þú læknaðir mig.+   Jehóva, þú lyftir mér upp úr gröfinni,*+þú lést mig halda lífi, forðaðir mér frá því að sökkva í djúp jarðar.*+   Syngið Jehóva lof,* þið sem eruð honum trú,+lofið hans heilaga nafn+   því að reiði hans varir aðeins andartak+en velþóknun hans alla ævi.+ Grátur brýst fram að kvöldi en gleðióp að morgni.+   Þegar ég var áhyggjulaus hugsaði ég: „Ég hrasa* aldrei.“   Meðan þú hafðir velþóknun á mér, Jehóva, gerðirðu mig óhaggandi eins og fjall.+ En þegar þú huldir auglit þitt varð ég óttasleginn.+   Til þín, Jehóva, kallaði ég stöðugt,+ég grátbað Jehóva að sýna mér velvild.   Hvaða ávinningur er að dauða mínum,* að því að ég fari í gröfina?*+ Getur duftið lofað þig+ og sagt frá trúfesti þinni?+ 10  Hlustaðu, Jehóva, og vertu mér góður,+hjálpaðu mér, Jehóva.+ 11  Þú hefur breytt sorg minni í gleðidans,tekið mig úr hærusekknum og klætt mig fögnuði 12  til að ég* geti lofsungið þig án afláts. Jehóva Guð minn, ég vil lofa þig að eilífu.

Neðanmáls

Eða „dregið mig upp“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „gröfina“.
Eða „Lofið Jehóva með tónlist“.
Eða „haggast“.
Orðrétt „blóði mínu“.
Eða „djúp jarðar“.
Eða „dýrð mín“.