Sálmur 29:1–11

  • Kröftug rödd Jehóva

    • Tilbeiðsla í helgum skrúða (2)

    • „Guð dýrðarinnar þrumar“ (3)

    • Jehóva styrkir fólk sitt (11)

Söngljóð eftir Davíð. 29  Veitið Jehóva verðskuldað lof, þið kappar,*lofið Jehóva fyrir dýrð hans og mátt.+   Veitið Jehóva það lof sem nafn hans á skilið,fallið fram fyrir* Jehóva í helgum skrúða.*   Rödd Jehóva hljómar yfir vötnunum,Guð dýrðarinnar þrumar,+Jehóva er yfir mörgum vötnum.+   Rödd Jehóva er kraftmikil,+rödd Jehóva er mikilfengleg.   Rödd Jehóva brýtur sundur sedrustrén,já, Jehóva mölbrýtur sedrustré Líbanons.+   Hann lætur Líbanon* stökkva eins og kálf,Sirjon+ eins og ungt villinaut.   Rödd Jehóva lætur eldsloga leiftra.+   Rödd Jehóva lætur óbyggðirnar nötra,+Jehóva lætur óbyggðir Kades+ nötra.   Rödd Jehóva skelfir hindirnar svo að þær beraog gerir skógana nakta.+ Allir í musteri hans segja: „Dýrð!“ 10  Jehóva situr í hásæti yfir flóðinu,*+Jehóva ríkir sem konungur að eilífu.+ 11  Jehóva veitir fólki sínu styrk,+Jehóva blessar fólk sitt með friði.+

Neðanmáls

Orðrétt „synir kappa“.
Eða „tilbiðjið“.
Eða hugsanl. „vegna ljómans af heilagleika hans“.
Hér virðist átt við Líbanonsfjallgarðinn.
Eða „vötnunum á himni“.