Sálmur 23:1–6

  • „Jehóva er hirðir minn“

    • „Mig skortir ekki neitt“ (1)

    • „Hann hressir mig við“ (3)

    • „Bikar minn er barmafullur“ (5)

Söngljóð eftir Davíð. 23  Jehóva er hirðir minn,+mig skortir ekki neitt.+   Hann lætur mig leggjast í grösugum haga,leiðir mig að lækjum þar sem ljúft er að hvílast.*+   Hann hressir mig við,+leiðir mig um veg réttlætisins vegna nafns síns.+   Þótt ég gangi um dimman skuggadal+óttast ég ekkert illt+því að þú ert með mér.+ Smalaprik þitt og stafur veita mér öryggi.*   Þú býrð mér borð frammi fyrir óvinum mínum,+smyrð höfuð mitt olíu sem endurnærir mig.+ Bikar minn er barmafullur.+   Góðvild þín og tryggur kærleikur fylgir mér alla ævidaga mína.+ Ég vil búa í húsi Jehóva svo lengi sem ég lifi.+

Neðanmáls

Eða hugsanl. „að friðsælum vötnum“.
Eða „hugga mig“.