Sálmur 17:1–15
Bæn Davíðs.
17 Heyrðu ákall mitt um réttlæti, Jehóva,gefðu gaum að hrópi mínu á hjálp,hlustaðu á falslausa bæn mína.+
2 Felldu réttlátan dóm í mína þágu,+augu þín sjái hvað er rétt.
3 Þú hefur rannsakað hjarta mitt, prófað það að nóttu til.+
Þú hefur hreinsað mig+og komist að raun um að ég hef ekkert illt í hyggjuog munnur minn hefur ekki syndgað.
4 Hvað sem mennirnir gerafer ég eftir orðunum af vörum þínum og forðast vegi lögleysingja.+
5 Hjálpaðu mér að ganga á vegum þínumsvo að ég hrasi ekki.+
6 Ég hrópa til þín, Guð, því að þú svarar mér.+
Beygðu þig niður og hlustaðu,* hlýddu á orð mín.+
7 Sýndu tryggan kærleika þinn á undursamlegan hátt.+
Þú bjargar þeim sem leita skjóls við hægri hönd þína,verndar þá fyrir þeim sem rísa gegn þér.
8 Varðveittu mig eins og augastein þinn,+feldu mig í skugga vængja þinna.+
9 Verndaðu mig fyrir illum mönnum sem ráðast gegn mér,fyrir blóðþyrstum óvinum sem umkringja mig.+
10 Þeir eru harðbrjósta,*úr munni þeirra koma hrokafull orð.
11 Nú umkringja þeir okkur,+leita færis að varpa okkur til jarðar.
12 Óvinurinn er eins og ljón sem hungrar í bráð,eins og ungt ljón sem liggur í felum.
13 Rístu upp, Jehóva, farðu gegn honum+ og yfirbugaðu hann,bjargaðu mér frá óvininum með sverði þínu.
14 Bjargaðu mér með hendi þinni, Jehóva,frá mönnum þessa heims* sem lifa aðeins fyrir líðandi stund.*+
Þeir njóta þess góða sem þú gefur+og skilja eftir arf handa öllum sonum sínum.
15 En ég geri það sem er rétt og fæ að sjá auglit þitt.
Ég er ánægður þegar ég vakna því að þú ert hjá mér.*+
Neðanmáls
^ Orðrétt „Hneigðu eyra þitt til mín“.
^ Eða „Þeir eru umluktir eigin fitu“.
^ Eða „þessarar heimsskipanar“.
^ Eða „en hlutskipti þeirra er í þessu lífi“.
^ Eða „því að ég sé mynd þína“.