Sálmur 16:1–11

  • Allt sem er gott kemur frá Jehóva

    • „Jehóva er hlutskipti mitt“ (5)

    • ‚Hugsanir mínar leiðrétta mig um nætur‘ (7)

    • ‚Jehóva er mér til hægri handar‘ (8)

    • „Þú skilur mig ekki eftir í gröfinni“ (10)

Miktam* eftir Davíð. 16  Verndaðu mig, Guð, því að hjá þér hef ég leitað athvarfs.+   Ég segi við Jehóva: „Þú ert Jehóva,frá þér kemur allt það góða sem ég á.*   Hinir heilögu á jörðinni,hinir dýrlegu, færa mér mikla gleði.“+   Þeir sem elta aðra guði uppskera miklar þjáningar.+ Ég mun aldrei færa guðum þeirra blóðugar drykkjarfórnirné nefna þá á nafn.+   Jehóva er hlutskipti mitt og hlutdeild,+ bikar minn.+ Þú stendur vörð um arf minn.   Yndislegir staðir hafa komið í minn hlutog ég er ánægður með arfinn.+   Ég lofa Jehóva sem gefur mér ráð.+ Innstu hugsanir mínar* leiðrétta mig jafnvel um nætur.+   Ég hef Jehóva stöðugt fyrir augum,+ég missi aldrei fótanna* því að hann er mér til hægri handar.+   Hjarta mitt fagnar, ég er yfir mig glaður*og bý við öryggi 10  því að þú skilur mig ekki eftir í gröfinni,*+leyfir ekki að trúr þjónn þinn sjái djúp jarðar.*+ 11  Þú kynntir fyrir mér veg lífsins.+ Það fyllir mig gleði að vera nærri þér,*+við hægri hönd þína verð ég hamingjusamur að eilífu.

Neðanmáls

Eða „þú ert uppspretta góðvildar minnar“.
Eða „Innstu tilfinningar mínar“. Orðrétt „Nýru mín“.
Eða „ekkert kemur mér úr jafnvægi“.
Orðrétt „dýrð mín gleðst“.
Eða „gefur ekki sál mína gröfinni á vald“. Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða hugsanl. „verði rotnun að bráð“.
Orðrétt „frammi fyrir augliti þínu“.