Sálmur 15:1–5
Söngljóð eftir Davíð.
15 Jehóva, hver fær að gista í tjaldi þínu?
Hver fær að búa á þínu heilaga fjalli?+
2 Sá sem lifir hreinu lífi,*+gerir það sem er rétt+og talar sannleika í hjarta sínu.+
3 Hann ber ekki út róg með tungu sinni,+gerir náunga sínum ekkert illt+og talar ekki illa um* vini sína.+
4 Hann forðast þá sem hegða sér svívirðilega+en heiðrar þá sem óttast Jehóva.
Hann heldur loforð sín* þó að það komi sér illa fyrir hann.+
5 Hann lánar ekki peninga gegn vöxtum+og þiggur ekki mútur í máli gegn saklausum.+
Sá sem gerir þetta stendur stöðugur að eilífu.*+
Neðanmáls
^ Eða „gengur í flekkleysi“.
^ Eða „leiðir ekki skömm yfir“.
^ Orðrétt „eið sinn“.
^ Eða „hrasar aldrei“.