Sálmur 142:1–7
Maskíl.* Bæn eftir Davíð þegar hann var í hellinum.+
142 Ég hrópa til Jehóva á hjálp,+ég sárbæni Jehóva um að vera mér góður.
2 Ég úthelli áhyggjum mínum fyrir honum,ég segi honum frá örvæntingu minni+
3 þegar kraftar mínir þverra.*
Þá vakir þú yfir vegi mínum.+
Á götunni sem ég genghafa þeir lagt gildru fyrir mig.
4 Sjáðu, enginn er mér á hægri hönd,enginn lætur sér annt um* mig.+
Ég get hvergi flúið,+enginn skiptir sér af mér.
5 Ég hrópa til þín á hjálp, Jehóva.
Ég segi: „Þú ert athvarf mitt,+allt sem ég á* í landi hinna lifandi.“
6 Heyrðu þegar ég hrópa á hjálpþví að ég er í mikilli neyð.
Bjargaðu mér frá þeim sem ofsækja mig+því að þeir eru sterkari en ég.
7 Frelsaðu mig úr dýflissunnisvo að ég geti lofað nafn þitt.
Megi hinir réttlátu safnast kringum migþví að þú ert mér góður.
Neðanmáls
^ Sjá orðaskýringar.
^ Orðrétt „andi minn þverr“.
^ Orðrétt „kannast við“.
^ Orðrétt „hlutdeild mín“.