Sálmur 141:1–10

  • Bæn um vernd

    • „Bæn mín verði eins og reykelsi“ (2)

    • Leiðrétting hins réttláta eins og olía (5)

    • Hinir illu festast í eigin netum (10)

Söngljóð eftir Davíð. 141  Jehóva, ég ákalla þig.+ Komdu fljótt og hjálpaðu mér,+hlustaðu þegar ég kalla til þín.+   Bæn mín verði eins og reykelsi+ gert handa þér,+upplyftar hendur mínar eins og kornfórn að kvöldi.+   Settu vörð við munn minn, Jehóva,settu varðmann við dyr vara minna.+   Láttu hjarta mitt ekki hneigjast að neinu illu,+að ógeðfelldum verkum með illum mönnum. Megi ég aldrei gæða mér á krásum þeirra.   Ef hinn réttláti slær mig er það merki um tryggan kærleika,+ef hann leiðréttir mig er það eins og olía á höfuð mitt+sem ég myndi aldrei afþakka.+ Ég held áfram að biðja, jafnvel þegar hann á erfitt.   Þótt dómurum fólksins sé hrint fram af klettihlustar það á mig því að orð mín eru mild.   Beinum okkar er tvístrað við grafarmunnann*eins og þegar jörð er plægð og henni rótað upp.   En ég horfi til þín, alvaldur Drottinn Jehóva.+ Ég hef leitað athvarfs hjá þér. Láttu mig ekki týna lífi.   Verndaðu mig fyrir gildrunni sem þeir hafa lagt fyrir mig,fyrir snörum illmenna. 10  Hinir illu festast allir í sínum eigin netum+meðan ég geng óhultur fram hjá.

Neðanmáls

Hebreska orðið fyrir gröf er hér Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.