Sálmur 14:1–7

  • Heimskingjanum lýst

    • „Jehóva er ekki til“ (1)

    • „Enginn gerir það sem er gott“ (3)

Til tónlistarstjórans. Eftir Davíð. 14  Heimskinginn segir í hjarta sínu: „Jehóva er ekki til.“+ Verk þeirra eru spillt og hegðun þeirra andstyggileg,enginn gerir það sem er gott.+   En Jehóva lítur á mennina af himni ofantil að sjá hvort nokkur sé skynsamur, hvort nokkur leiti Jehóva.+   Þeir hafa allir farið af réttri leið,+þeir eru allir spilltir. Enginn gerir það sem er gott,ekki einn einasti.   Skilja þeir ekki neitt, þessir illvirkjar? Þeir gleypa í sig fólk mitt eins og brauðog ákalla ekki Jehóva.   En þeir verða skelfingu lostnir+því að Jehóva er með hinum réttlátu.*   Þið illvirkjar viljið gera áform hins bágstadda að enguen Jehóva er athvarf hans.+   Ó, að Ísrael berist hjálp frá Síon!+ Jakob gleðjist, Ísrael fagniþegar Jehóva flytur herleitt fólk sitt aftur heim.

Neðanmáls

Orðrétt „kynslóð réttlátra“.