Sálmur 139:1–24

  • Guð þekkir þjóna sína vel

    • Enginn felur sig fyrir anda Guðs (7)

    • „Ég er frábærlega hannaður“ (14)

    • ‚Þú sást mig meðan ég var fóstur‘ (16)

    • „Leiddu mig um veg eilífðarinnar“ (24)

Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð. 139  Jehóva, þú hefur rannsakað mig og þekkir mig.+   Þú veist hvenær ég sest og hvenær ég stend upp.+ Þú skynjar hugsanir mínar álengdar.+   Þú sérð* mig þegar ég er á ferð og þegar ég leggst til hvíldar. Þú þekkir alla vegi mína.+   Jafnvel áður en orð eru á tungu minniveistu, Jehóva, hvað ég ætla að segja.+   Þú umlykur mig í bak og fyrirog heldur hendi þinni yfir mér.   Þú þekkir mig betur* en ég fæ skilið,það er ofvaxið skilningi mínum.+   Hvar get ég falið mig fyrir anda þínumog hvert get ég flúið frá augliti þínu?+   Ef ég stigi upp til himna værirðu þarog ef ég byggi um mig í gröfinni* værirðu þar.+   Þótt ég flygi burt á vængjum morgunroðansog settist að við ysta haf 10  myndi hönd þín líka leiða mig þarog hægri hönd þín styðja mig.+ 11  Ef ég segði: „Myrkrið hylur mig!“ yrði nóttin í kringum mig björt. 12  Myrkrið yrði ekki of dimmt fyrir þig,nei, nóttin yrði björt eins og dagur.+ Myrkur og ljós eru eins fyrir þér.+ 13  Þú myndaðir nýru mín,þú skýldir mér* í kviði móður minnar.+ 14  Ég lofa þig fyrir að ég er frábærlega hannaður+ og ég fyllist lotningu. Verk þín eru einstök,+það veit ég mætavel. 15  Bein mín voru ekki hulin fyrir þérþegar ég var gerður í leyni,ofinn í djúpum jarðar.+ 16  Augu þín sáu mig meðan ég enn var fóstur. Í bók þinni var skrifað um alla líkamshluta mínaog dagana sem þeir áttu að myndast,jafnvel áður en nokkur þeirra varð til. 17  Guð, hugsanir þínar eru mér ákaflega dýrmætar,+og óhemjumargar eru þær samanlagðar.+ 18  Ef ég reyni að telja þær eru þær fleiri en sandkornin.+ Þegar ég vakna er ég enn hjá þér.*+ 19  Guð, bara að þú myndir útrýma hinum illu!+ Þá myndu ofbeldismennirnir* hverfa frá mér, 20  þeir sem tala um þig með illt í huga,*andstæðingar þínir sem nota nafn þitt á óviðeigandi hátt.+ 21  Hata ég ekki þá sem hata þig, Jehóva,+og hef andstyggð á þeim sem rísa gegn þér?+ 22  Ég hata þá fullu hatri,+þeir eru orðnir óvinir mínir. 23  Rannsakaðu mig, Guð, og kynnstu hjarta mínu.+ Skoðaðu mig og lestu kvíðafullar hugsanir mínar.+ 24  Sjáðu hvort ég er kominn út á ranga braut+og leiddu mig+ um veg eilífðarinnar.

Neðanmáls

Orðrétt „mælir“.
Eða „Sú þekking er stórkostlegri“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða hugsanl. „ófst mig“.
Eða hugsanl. „vaknaði væri ég enn að telja þær“.
Eða „blóðsekir menn“.
Eða „eftir eigin höfði“.