Sálmur 138:1–8
Eftir Davíð.
138 Ég lofa þig af öllu hjarta.+
Ég syng þér lofandspænis öðrum guðum.*
2 Ég fell fram í átt að heilögu musteri þínu*+og lofa nafn þitt+því að þú ert tryggur í kærleika þínum og trúfesti.
Þú hefur upphafið orð þitt og nafn yfir allt annað.*
3 Þegar ég kallaði svaraðir þú mér,+þú veittir mér kraft og hugrekki.+
4 Allir konungar jarðar munu lofa þig, Jehóva,+því að þeir hafa heyrt loforð þín.
5 Þeir munu syngja um vegi Jehóvaþví að dýrð Jehóva er mikil.+
6 Þótt Jehóva sé hár tekur hann eftir hinum auðmjúka+en hinn hrokafulla þekkir hann aðeins í fjarska.+
7 Þegar ég er umkringdur hættum læturðu mig halda lífi.+
Þú réttir út höndina gegn reiði óvina minna,hægri hönd þín bjargar mér.
8 Jehóva kemur öllu til leiðar fyrir mig.
Jehóva, tryggur kærleikur þinn varir að eilífu.+
Yfirgefðu ekki verk handa þinna.+
Neðanmáls
^ Eða hugsanl. „Ég leik tónlist fyrir þig og býð öðrum guðum birginn“.
^ Eða „heilögum helgidómi þínum“.
^ Eða hugsanl. „orð þitt yfir allt sem nafn þitt stendur fyrir“.