Sálmur 110:1–7

  • Konungur og prestur eins og Melkísedek

    • „Drottnaðu mitt á meðal óvina þinna“ (2)

    • Fús ungmenni eins og daggardropar (3)

Söngljóð eftir Davíð. 110  Jehóva sagði við Drottin minn: „Sittu mér til hægri handar+þar til ég legg óvini þína eins og skemil undir fætur þína.“+   Jehóva réttir út þinn volduga sprota frá Síon og segir: „Drottnaðu mitt á meðal óvina þinna.“+   Fólk þitt býður sig fúslega fram daginn sem þú kallar saman herlið þitt. Í heilagri fegurð koma ungmennin til þíneins og daggardropar sem fæðast í morgunroðanum.   Jehóva hefur svarið eið og hann skiptir ekki um skoðun:* „Þú ert prestur að eilífu+á sama hátt og Melkísedek.“+   Jehóva verður þér til hægri handar,+hann gersigrar konunga á reiðidegi sínum.+   Hann fullnægir dómi yfir þjóðunum*+og fyllir landið líkum.+ Hann gersigrar leiðtoga* víðáttumikils lands.*   Hann* drekkur úr ánni við veginn. Þess vegna ber hann höfuðið hátt.

Neðanmáls

Eða „iðrast þess ekki“.
Eða „meðal þjóðanna“.
Orðrétt „höfuð“.
Eða „allrar jarðarinnar“.
Vísar til Drottins í 1. versi.