Sálmur 106:1–48
106 Lofið Jah!*
Þakkið Jehóva því að hann er góður,+tryggur kærleikur hans varir að eilífu.+
2 Hver getur sagt frá öllum máttarverkum Jehóvaeða boðað lofsverð afrek hans?+
3 Hinir réttlátu eru hamingjusamir,þeir sem gera alltaf það sem er rétt.+
4 Mundu eftir mér, Jehóva, þegar þú sýnir fólki þínu góðvild.+
Láttu þér annt um mig og bjargaðu mér
5 svo að ég fái að njóta gæskunnar sem þú sýnir þínum útvöldu,+megi fagna með þjóð þinniog lofa þig stoltur* með þeim sem tilheyra þér.
6 Við höfum syndgað eins og forfeður okkar,+við höfum gert það sem er rangt, við höfum unnið illskuverk.+
7 Forfeður okkar í Egyptalandi kunnu ekki að meta undraverk þín.*
Þeir mundu ekki eftir miklum og tryggum kærleika þínumheldur gerðu uppreisn við hafið, við Rauðahaf.+
8 En hann bjargaði þeim vegna nafns síns+til að gera mátt sinn kunnan.+
9 Hann hastaði á Rauðahafið og það þornaði upp,hann leiddi þá um djúp þess eins og um eyðimörk.*+
10 Hann bjargaði þeim úr höndum fjandmanna þeirra,+endurheimti þá úr hendi óvinarins.+
11 Vötnin huldu andstæðingana,enginn þeirra lifði af.*+
12 Þá trúðu þeir loforði hans+og fóru að syngja honum lofsöng.+
13 En þeir gleymdu fljótt því sem hann gerði,+þeir biðu ekki eftir leiðsögn hans.
14 Þeir létu undan eigingjörnum löngunum í óbyggðunum,+þeir reyndu Guð í eyðimörkinni.+
15 Hann gaf þeim það sem þeir báðu umen sló þá síðan með sjúkdómi svo að þeir vesluðust upp.+
16 Þeir fóru að öfunda Móse í búðunumog Aron,+ heilagan þjón Jehóva.+
17 Þá opnaðist jörðin og gleypti Datanog huldi þá sem fylgdu Abíram.+
18 Eldur blossaði upp meðal þeirra,logi gleypti hina illu.+
19 Þeir gerðu kálf við Hórebog féllu fram fyrir styttu úr málmi.*+
20 Þeir tóku líkneski af nauti sem bítur gras+fram yfir dýrð mína.
21 Þeir gleymdu Guði+ frelsara sínumsem vann stórvirki í Egyptalandi,+
22 undraverk í landi Kams,+mikilfengleg afrek við Rauðahaf.+
23 Hann ætlaði að skipa að þeim yrði útrýmten Móse, hans útvaldi, bað þeim vægðar*til að afstýra reiði hans og tortímingu.+
24 Síðar meir fyrirlitu þeir landið yndislega,+þeir trúðu ekki loforði hans.+
25 Þeir héldu áfram að nöldra í tjöldum sínum+og hlustuðu ekki á rödd Jehóva.+
26 Þá lyfti hann hendi til að sverja þess eiðað láta þá falla í óbyggðunum.+
27 Afkomendur þeirra áttu að falla meðal þjóðannaog þeir áttu að tvístrast um löndin.+
28 Þeir fóru að tilbiðja* Baal Peór+og átu fórnir sem færðar voru hinum dauðu.*
29 Þeir ögruðu Guði með athæfi sínu+og plága braust út meðal þeirra.+
30 En plágunni linntiþegar Pínehas skarst í leikinn.+
31 Þess vegna var hann talinn réttláturum allar kynslóðir þaðan í frá.+
32 Þeir ögruðu Guði við Meríbavötn*og illa fór fyrir Móse af þeirra völdum.+
33 Þeir ollu honum gremjuog hann talaði í fljótfærni.+
34 Þeir útrýmdu ekki þjóðunum+eins og Jehóva hafði sagt þeim+
35 heldur blönduðu geði við þær+og tóku upp* líferni þeirra.+
36 Þeir tilbáðu skurðgoð þeirra+og þau urðu þeim að snöru.+
37 Þeir færðu illum öndumsyni sína og dætur að fórn.+
38 Þeir úthelltu saklausu blóði,+blóði sinna eigin sona og dætrasem þeir fórnuðu skurðgoðum Kanaans,+og landið vanhelgaðist af blóðinu.
39 Þeir urðu óhreinir af verkum sínum,þeir stunduðu andlegt vændi með athæfi sínu.+
40 Þá blossaði reiði Jehóva upp gegn fólki hansog hann fékk óbeit á eign sinni.
41 Hann gaf þá ítrekað þjóðunum á vald+svo að hatursmenn þeirra drottnuðu yfir þeim.+
42 Óvinir þeirra kúguðu þáog þeir urðu að lúta valdi* þeirra.
43 Hann bjargaði þeim mörgum sinnum+en þeir gerðu uppreisn og óhlýðnuðust+og voru niðurlægðir fyrir brot sín.+
44 En hann sá neyð þeirra+og heyrði þá hrópa á hjálp.+
45 Þeirra vegna minntist hann sáttmála sínsog í tryggum kærleika sínum fann hann til með þeim.+
46 Hann lét þá sem héldu þeim föngnumfinna til meðaumkunar með þeim.+
47 Bjargaðu okkur, Jehóva Guð okkar,+og safnaðu okkur saman frá þjóðunum+svo að við getum þakkað heilögu nafni þínuog lofað þig fagnandi.+
48 Lofaður sé Jehóva Guð Ísraelsum alla eilífð.*+
Og allt fólkið segi: „Amen!“*
Lofið Jah!*
Neðanmáls
^ Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
^ Eða „stæra mig af þér“.
^ Eða „skildu ekki hvað undraverk þín þýddu“.
^ Eða „óbyggðir“.
^ Eða „var eftir“.
^ Eða „steyptu líkneski“.
^ Orðrétt „stóð í skarðinu frammi fyrir honum“.
^ Eða „tengdust“.
^ Það er, fórnir færðar annaðhvort látnu fólki eða lífvana guðum.
^ Meríba þýðir ‚rifrildi; kvörtun‘.
^ Eða „lærðu“.
^ Orðrétt „hendi“.
^ Eða „frá eilífð til eilífðar“.
^ Eða „Verði svo!“
^ Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.