Sálmur 105:1–45

  • Trúfesti Jehóva við fólk sitt

    • Guð minnist sáttmála síns (8–10)

    • „Snertið ekki mína smurðu“ (15)

    • Guð notaði Jósef meðan hann var þræll (17–22)

    • Kraftaverk Guðs í Egyptalandi (23–36)

    • Ísraelsmenn yfirgefa Egyptaland (37–39)

    • Guð man eftir loforði sínu við Abraham (42)

105  Þakkið Jehóva,+ ákallið nafn hans,gerið afrek hans kunn meðal þjóðanna!+   Syngið fyrir hann, lofsyngið* hann,hugleiðið* öll máttarverk hans.+   Segið stolt frá heilögu nafni hans.+ Hjörtu þeirra sem leita Jehóva gleðjist.+   Leitið Jehóva+ og máttar hans. Leitið stöðugt áheyrnar* hans.   Munið eftir máttarverkunum sem hann vann,kraftaverkum hans og dómunum sem hann kvað upp,+   þið afkomendur Abrahams þjóns hans,+þið synir Jakobs, hans útvöldu.+   Hann er Jehóva Guð okkar.+ Dómar hans gilda um alla jörð.+   Hann minnist sáttmála síns að eilífu,+loforðsins sem hann gaf þúsund kynslóðum,+   sáttmálans sem hann gerði við Abraham+og eiðsins sem hann sór Ísak.+ 10  Hann gaf Jakobi hann sem lögog Ísrael sem varanlegan sáttmála. 11  Hann sagði: „Ég gef þér Kanaansland,+gef þér það að erfðahlut.“+ 12  Á þeim tíma voru þeir fáir að tölu,+já, mjög fáir, og þeir voru útlendingar í landinu.+ 13  Þeir reikuðu um frá einni þjóð til annarrar,frá einu ríki til annars.+ 14  Hann leyfði engum að kúga þá+en þeirra vegna ávítaði hann konunga+ 15  og sagði: „Snertið ekki mína smurðuog gerið spámönnum mínum ekki mein.“+ 16  Hann lét hungursneyð ganga yfir landið+og svipti þá öllum birgðum brauðs.* 17  Hann sendi á undan þeim mann,Jósef, sem var seldur í þrælkun.+ 18  Þeir fjötruðu hann á fótum*+og settu járn um háls hans. 19  Allt þar til loforðið rættist+fágaði orð Jehóva hann. 20  Konungurinn lét leysa hann úr haldi,+drottnari þjóðanna frelsaði hann. 21  Hann gerði hann að herra yfir heimili sínu,fól honum yfirráð yfir öllum eigum sínum+ 22  og vald til að fara með* höfðingja sína eins og honum þóknaðistog veita öldungum sínum visku.+ 23  Síðan kom Ísrael til Egyptalands+og Jakob bjó sem útlendingur í landi Kams. 24  Guð gerði fólk sitt frjósamt,+hann gerði það öflugra en andstæðingana.+ 25  Hann lét þá fá hatur á fólki sínu,brugga launráð gegn þjónum sínum.+ 26  Hann sendi Móse þjón sinn+og Aron+ sem hann hafði útvalið. 27  Þeir gerðu tákn hans meðal Egypta,kraftaverk hans í landi Kams.+ 28  Hann sendi myrkur og dimmt varð í landinu.+ Þeir risu ekki gegn orðum hans. 29  Hann breytti vatninu í blóðog drap fiskinn.+ 30  Landið varð morandi í froskum,+jafnvel í herbergjum konungs. 31  Hann skipaði broddflugum að gera innrásog mýflugum að leggja undir sig landið.+ 32  Hann breytti regninu í haglog sendi eldingar* yfir landið.+ 33  Hann eyðilagði vínvið þeirra og fíkjutréog braut trén á landsvæði þeirra. 34  Hann sagði að engisprettur skyldu gera innrás,óteljandi ungar engisprettur.+ 35  Þær gleyptu allan gróður í landinuog gleyptu í sig ávöxt jarðarinnar. 36  Síðan banaði hann öllum frumburðum í landinu,+frumgróða karlmennsku þeirra. 37  Hann leiddi fólk sitt út með silfur og gull+og í ættkvíslum hans var enginn sem hrasaði. 38  Egyptar fögnuðu þegar Ísraelsmenn fóruþví að þeir voru dauðhræddir við þá.+ 39  Hann breiddi út ský til að skýla þeim+og lýsti þeim með eldi um nætur.+ 40  Þeir báðu um kjöt og hann sendi þeim kornhænsn,+hann saddi þá með brauði af himni.+ 41  Hann opnaði klett og vatn spratt fram,+það streymdi eins og fljót um eyðimörkina.+ 42  Hann mundi eftir heilögu loforði sínu við Abraham þjón sinn+ 43  og leiddi fólk sitt fagnandi út,+sína útvöldu með gleðiópi. 44  Hann gaf þeim lönd annarra þjóða.+ Þeir eignuðust það sem aðrir höfðu erfiðað fyrir+ 45  til að þeir skyldu halda ákvæði hans+og fylgja lögum hans. Lofið Jah!*

Neðanmáls

Eða „leikið tónlist fyrir“.
Eða hugsanl. „talið um“.
Orðrétt „eftir augliti“.
Orðrétt „braut allar brauðstangir“. Vísar hugsanlega til stanga sem brauð var geymt á.
Orðrétt „misþyrmdu fótum hans með fjötrum“.
Orðrétt „fjötra“.
Eða „logandi eld“.
Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.