Orðskviðirnir 6:1–35
6 Sonur minn, ef þú hefur gengið í ábyrgð fyrir náunga þinn,+ef þú hefur átt handsal við ókunnugan mann,+
2 ef þú hefur gengið í snöru með loforði þínu,verið fangaður með orðum þínum,+
3 þá ertu fallinn í hendur náunga þíns.
Gerðu þetta, sonur minn, til að losa þig:
Farðu og auðmýktu þig og biddu náunga þinn vægðar.+
4 Láttu þér hvorki koma dúr á augané leyfðu augnlokunum að síga.
5 Losaðu þig eins og gasella úr höndum veiðimanns,eins og fugl úr greipum fuglafangara.
6 Farðu til maursins, letingi,+fylgstu með háttum hans svo að þú verðir vitur.
7 Þótt hann sé hvorki með yfirboðara, foringja né stjórnanda
8 aflar hann sér fæðu á sumrin+og birgir sig upp á uppskerutímanum.
9 Hversu lengi ætlarðu að liggja, letingi?
Hvenær ætlarðu að fara á fætur?
10 Sofðu aðeins lengur, blundaðu aðeins lengur,hvíldu þig aðeins lengur með krosslagðar hendur.+
11 Þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningiog skorturinn eins og vopnaður maður.+
12 Illa innrættur og vondur maður gengur um svikull í tali.+
13 Hann deplar auga,+ gefur merki með fætinum og bendingu með fingrinum.
14 Hjarta hans er spillt,áform hans ill+ og hann kveikir stöðugt deilur.+
15 Þess vegna kemur ógæfan skyndilega yfir hann,á augabragði tortímist hann og enga hjálp er að fá.+
16 Sex hluti hatar Jehóva,sjö eru honum* andstyggð:
17 hrokafull augu,+ lygin tunga+ og hendur sem úthella saklausu blóði,+
18 hjarta sem upphugsar illskuverk+ og fætur sem eru fljótir til vonskuverka,
19 ljúgvottur sem lýgur um leið og hann opnar munninn+og sá sem sáir illindum meðal bræðra.+
20 Sonur minn, haltu boðorð föður þínsog hafnaðu ekki leiðsögn* móður þinnar.+
21 Hafðu þau alltaf bundin við hjarta þér,berðu þau um hálsinn.
22 Þau leiða þig hvert sem þú ferð,vaka yfir þér þegar þú leggst til hvíldarog tala til þín* þegar þú vaknar
23 því að boðorðið er lampi+og lögin ljós,+ögun og áminningar eru leiðin til lífsins.+
24 Þau vernda þig gegn vondri konu,+gegn tælandi tungu siðlausrar* konu.+
25 Girnstu ekki fegurð hennar í hjarta þínu+og láttu hana ekki fanga þig með töfrandi augnaráði sínu
26 því að vændiskona féflettir þig þar til þú átt aðeins brauðhleif eftir+og kona annars manns situr um dýrmætt líf þitt.
27 Getur maður safnað glóðum í faðm sér án þess að föt hans sviðni?+
28 Eða getur nokkur gengið á glóandi kolum án þess að brenna sig á fótunum?
29 Eins fer fyrir þeim sem sefur hjá konu náunga síns,enginn sem snertir hana kemst hjá refsingu.+
30 Menn fyrirlíta ekki þjófef hann stelur til að seðja hungrið.
31 En þegar hann er gómaður þarf hann að endurgjalda sjöfaltog láta af hendi öll verðmætin í húsi sínu.+
32 Þann sem fremur hjúskaparbrot með giftri konu skortir heilbrigða skynsemi,hann leggur líf sitt í rúst.+
33 Hann hlýtur ekkert nema erfiðleika og skömm+og vansæmd hans verður ekki afmáð+
34 því að afbrýði gerir eiginmann æfan af reiði,hann sýnir enga miskunn þegar hann hefnir sín.+
35 Hann þiggur engar bætur,*ekkert sefar reiði hans, sama hve mikið þú gefur honum.