Orðskviðirnir 28:1–28

  • Bæn hins ómóttækilega er andstyggð (9)

  • Sá sem játar hlýtur miskunn (13)

  • Varað við skjótfengnum gróða (20)

  • Ávítur betri en smjaður (23)

  • Hinn örláta skortir ekkert (27)

28  Hinir vondu flýja þótt enginn elti þáen hinir réttlátu eru öruggir eins og ljón.*+   Þegar íbúar landsins brjóta lögin* ríkir hver höfðinginn á eftir öðrum+en með vitrum og skynsömum ráðgjafa ríkir höfðingi* lengi.+   Fátækur maður sem svindlar á bágstöddum+er eins og regn sem skolar burt allri uppskerunni.   Þeir sem segja skilið við lögin hrósa hinum vonduen þeir sem fylgja lögunum eru þeim ævareiðir.+   Illmenni skilja ekki réttlætien þeir sem leita Jehóva skilja allt.+   Betra er að vera fátækur og ráðvanduren ríkur og spilltur.+   Skynsamur sonur heldur löginen sá sem er vinur matháka vanvirðir föður sinn.+   Sá sem sankar að sér auði með vöxtum+ og okrisafnar honum handa þeim sem gerir fátækum gott.+   Sá sem lokar eyrum sínum fyrir lögunum– jafnvel bæn hans er andstyggð.+ 10  Sá sem leiðir réttláta inn á illa braut fellur í eigin gryfju+en hinir ráðvöndu* hljóta góðan arf.+ 11  Ríkur maður er vitur í eigin augum+en fátækur og skarpskyggn maður sér hvernig hann er í raun.+ 12  Þegar hinir réttlátu sigra er mikið um dýrðiren þegar illmenni komast til valda fer fólk í felur.+ 13  Sá sem dylur syndir sínar verður ekki farsæll+en sá sem játar þær og lætur af þeim hlýtur miskunn.+ 14  Sá sem er stöðugt á varðbergi* er hamingjusamuren sá sem forherðir hjarta sitt fellur í ógæfu.+ 15  Eins og urrandi ljón og björn í árásarham,þannig er illur valdhafi yfir hjálparvana þjóð.+ 16  Leiðtogi sem skortir dómgreind misbeitir valdi sínu+en sá sem hatar illa fenginn gróða verður langlífur.+ 17  Sá sem er sekur um manndráp* er á flótta fram á grafarbakkann.+ Enginn hjálpi honum. 18  Sá sem lifir flekklausu lífi bjargast+en hinn svikuli fellur skyndilega.+ 19  Sá sem yrkir land sitt fær nóg að borðaen sá sem eltist við einskisverða hluti verður bláfátækur.+ 20  Trúfastur maður hlýtur ríkulega blessun+en sá sem vill verða ríkur í flýti verður ekki saklaus til lengdar.+ 21  Það er ekki rétt að vera hlutdrægur+en sumir brjóta af sér fyrir einn brauðbita. 22  Öfundsjúkur* maður er sólginn í auðen veit ekki að fátæktin kemur yfir hann. 23  Sá sem ávítar mann+ hlýtur að lokum meiri virðingu+en sá sem smjaðrar með tungu sinni. 24  Sá sem rænir föður sinn og móður og segir: „Ég gerði ekkert rangt,“+er félagi skaðvaldsins.+ 25  Ágjarn* maður vekur deiluren sá sem reiðir sig á Jehóva verður farsæll.*+ 26  Sá sem treystir á sjálfan sig* er heimskur+en sá sem gengur veg viskunnar bjargast.+ 27  Sá sem gefur fátækum líður engan skort+en þeim sem lokar augunum fyrir eymd þeirra verður bölvað víða. 28  Þegar illmenni komast til valda fara menn í feluren þegar þau farast fjölgar hinum réttlátu.+

Neðanmáls

Eða „ungt ljón“.
Eða „gera uppreisn“.
Orðrétt „hann“.
Eða „flekklausu“.
Eða „hræddur“.
Eða „Sá sem blóðskuld hvílir á“.
Eða „Ágjarn“.
Eða hugsanl. „Hrokafullur“.
Orðrétt „feitur“.
Orðrétt „hjartað“.