Orðskviðirnir 19:1–29

  • „Skynsamur maður er seinn til reiði“ (11)

  • Þrætugjörn kona er eins og þakleki (13)

  • „Skynsöm kona er gjöf frá Jehóva“ (14)

  • Agaðu barnið meðan enn er von (18)

  • Viturlegt að hlusta á ráð (20)

19  Betra er að vera fátækur og ráðvandur+en heimskur og lyginn.+   Fáfræði er ekki góð+og sá sem er fljótfær* syndgar.   Heimska mannsins leiðir hann á glötunarvegen hjarta hans reiðist Jehóva.   Auðurinn laðar að marga vinien vinur hins fátæka yfirgefur hann.+   Ljúgvitni sleppur ekki við refsingu+og sá sem fer með eintómar lygar kemst ekki undan.+   Margir reyna að þóknast tignarmanninum*og allir vilja vera vinir hins gjafmilda.   Allir bræður hins fátæka hata hann+og hve miklu fremur sniðganga þá vinir hans hann.+ Hann hleypur á eftir þeim og biðlar til þeirra en fær ekkert svar.   Sá sem temur sér skynsemi elskar sjálfan sig.+ Þeim farnast vel sem hefur mætur á dómgreind.+   Ljúgvitni sleppur ekki við refsinguog sá sem fer með eintómar lygar mun farast.+ 10  Heimskingja hæfir ekki að lifa í vellystingumog hvað þá þjóni að ríkja yfir höfðingjum.+ 11  Skynsamur maður er seinn til reiði+og það er honum til sóma að leiða hjá sér mistök.*+ 12  Reiði konungs er eins og ljónsöskur+en velvild hans eins og dögg á gróðri. 13  Heimskur sonur gerir föður sínum lífið leitt+og þrætugjörn* kona er eins og sífelldur þakleki.+ 14  Hús og auður er arfur frá feðrunumen skynsöm kona er gjöf frá Jehóva.+ 15  Letin svæfir djúpum svefniog slæpingjann mun hungra.+ 16  Sá sem heldur boðorðið heldur lífi,+sá sem kærir sig ekki um réttan veg mun deyja.+ 17  Sá sem er góður við bágstadda lánar Jehóva+og hann endurgeldur* honum.+ 18  Agaðu son þinn meðan enn er von+svo að þú berir ekki ábyrgð á dauða hans.*+ 19  Skapbráður maður verður að taka út refsingu. Ef þú reynir að hlífa honum þarftu að gera það aftur og aftur.+ 20  Hlustaðu á ráð og þiggðu aga+svo að þú verðir vitur.+ 21  Mörg áform eru í hjarta mannsinsen fyrirætlun* Jehóva stendur.+ 22  Tryggur kærleikur er manninum til prýði+og betra er að vera fátækur en lygari. 23  Að óttast Jehóva leiðir til lífs,+þá sefur maður vært og er óhultur.+ 24  Letinginn stingur hendinni í veisluskálinaen nennir ekki að bera hana aftur upp að munninum.+ 25  Sláðu hinn háðgjarna+ svo að hinn óreyndi verði vitur+og ávítaðu hinn skynsama svo að hann auki við þekkingu sína.+ 26  Sonur sem fer illa með föður sinn og rekur burt móður sínaveldur smán og skömm.+ 27  Sonur minn, ef þú hættir að hlusta á agamuntu fjarlægjast orð þekkingarinnar. 28  Gagnslaust vitni gerir gys að réttlætinu+og munnur hinna illu hámar í sig illsku.+ 29  Hinir háðgjörnu eiga dóm í vændum+og höggin munu dynja á bökum heimskingjanna.+

Neðanmáls

Eða „hraðar sér“.
Eða „örlátum manni“.
Eða „misgerð“.
Eða „nöldursöm“.
Eða „launar“.
Eða „og óskaðu honum ekki dauða“.
Eða „ráðagerð“.