Nahúm 2:1–13

  • Níníve lögð í rúst (1–13)

    • „Flóðgáttirnar opnast“ (6)

2  Sá sem tvístrar heldur gegn þér.*+ Gætið varnarvirkjanna. Hafið auga með veginum. Verið viðbúnir* og safnið kröftum til að berjast.   Jehóva ætlar að endurvekja dýrð Jakobsog stolt Ísraelsþví að óvinirnir hafa rænt þá+og eyðilagt vínvið þeirra.   Skildir stríðskappa hans eru rauðlitaðir,hermenn hans eru klæddir skærrauðum fötum. Járnið á stríðsvögnunum blikar eins og eldurdaginn sem hann býr sig til bardagaog einiviðarspjótunum er sveiflað.   Stríðsvagnarnir geysast um strætin. Þeir þjóta fram og til baka um torgin. Þeir skína eins og logandi blys og leiftrandi eldingar.   Hann* kallar saman foringja sína. Þeir hrasa á hlaupunum. Þeir þjóta að borgarmúrnumog reisa víggirðingar.   Flóðgáttirnar opnastog höllin hrynur.*   Þetta er ákveðið: Hún* skal standa nakin. Hún er flutt burt og ambáttir hennar kveina. Þær hljóma eins og dúfur og berja sér á brjóst.   Frá fornu fari hefur Níníve+ verið eins og tjörnen nú leggur vatnið á flótta. „Verið kyrr! Verið kyrr!“ en enginn snýr við.+   Rænið silfri, rænið gulli! Fjársjóðirnir eru endalausir. Þar er fullt af alls konar dýrgripum. 10  Borgin er auð og yfirgefin, í rúst!+ Hjörtu manna bráðna af ótta, hnén gefa sig og mjaðmirnar skjálfa. Allir eru náfölir. 11  Hvar er bæli ljónanna+ þar sem ungljónin nærðust,þar sem ljónið fór út með hvolpanaán þess að nokkur hræddi þá? 12  Ljónið reif sundur næga bráð handa hvolpum sínumog kæfði bráð handa ljónynjunum. Það fyllti bæli sín bráð,ból sín sundurrifnum dýrum. 13  „Ég held gegn þér,“ segir Jehóva hersveitanna.+ „Ég læt stríðsvagna þína fuðra upp í reyk+og sverðið gleypa ungljón þín. Engin bráð mun finnast handa þér á jörðinniog rödd sendiboða þinna mun ekki heyrast framar.“+

Neðanmáls

Það er, Níníve.
Orðrétt „Styrkið mjaðmirnar“.
Hugsanlega er átt við Assýríukonung.
Eða „leysist upp“.
Það er, Níníve.