Míka 4:1–13

  • Fjall Jehóva verður upphafið (1–5)

    • Plógjárn úr sverðum (3)

    • „Við munum ganga í nafni Jehóva“ (5)

  • Hin endurreista Síon verður voldug (6–13)

4  Á síðustu dögum*mun fjallið sem hús Jehóva stendur á+verða óbifanlegt og gnæfa yfir hæstu fjallatinda. Það mun rísa yfir hæðirnarog þjóðir streyma þangað.+   Margar þjóðir munu koma og segja: „Komið, förum upp á fjall Jehóva,til húss Guðs Jakobs.+ Hann mun fræða okkur um vegi sínaog við munum ganga á stígum hans,“því að lög koma* frá Síonog orð Jehóva frá Jerúsalem.   Hann mun dæma meðal margra þjóðflokka+og útkljá mál* meðal voldugra þjóða langt í burtu. Þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínumog garðhnífa úr spjótum sínum.+ Engin þjóð mun beita sverði gegn annarri þjóðné læra hernað framar.+   Hver og einn mun sitja* undir sínum vínviði og sínu fíkjutré+og enginn mun hræða þá+því að Jehóva hersveitanna hefur talað.   Allar aðrar þjóðir ganga hver í nafni síns guðsen við munum ganga í nafni Jehóva Guðs okkar+ um alla eilífð.   „Á þeim degi,“ segir Jehóva,„mun ég safna saman þeim sem höltruðuog smala saman hinum dreifðu+ásamt þeim sem ég beitti hörku.   Ég læt suma af þeim sem höltruðu lifa af+og geri þá sem eru langt í burtu að voldugri þjóð.+ Jehóva mun ríkja sem konungur þeirra á Síonarfjallihéðan í frá og að eilífu.   Og þú, turn hjarðarinnar,hæð Síonardóttur,+hann kemur, hinn upphaflegi* yfirráðaréttur kemur til þín,+ríkið sem tilheyrir dótturinni Jerúsalem.+   Hvers vegna hróparðu? Áttu engan konungeða er ráðgjafi þinn horfinn? Er það þess vegna sem þú kvelst eins og kona í fæðingu?+ 10  Þú skalt engjast um og kveina, dóttir Síonar,eins og kona í fæðinguþví að nú yfirgefur þú borgina og þarft að búa á víðavangi. Þú ferð alla leið til Babýlonar+og þar verður þér bjargað,+þar kaupir Jehóva þig aftur af óvinum þínum.+ 11  Nú munu margar þjóðir safnast gegn þér. Þær segja: ‚Síon verði vanhelguð,sjáum með eigin augum það sem kemur yfir hana.‘ 12  En þær vita ekki hvað Jehóva hefur í huga,þær skilja ekki fyrirætlanir* hans. Hann ætlar að safna þeim eins og kornknippum á þreskivöll. 13  Stattu upp til að þreskja, dóttir Síonar,+því að ég geri horn þín að járniog klaufir þínar að koparog þú skalt mylja margar þjóðir.+ Þú skalt helga Jehóva rangfenginn gróða þeirraog auðæfi þeirra hinum sanna Drottni allrar jarðarinnar.“+

Neðanmáls

Eða „Á lokaskeiði daganna“.
Eða „fræðsla kemur; leiðsögn kemur“.
Eða „greiða úr málum“.
Eða „búa“.
Eða „fyrri“.
Eða „ráðagerð“.