Jobsbók 41:1–34

  • Guð lýsir Levjatan (1–34)

41  Geturðu veitt Levjatan*+ á önguleða bundið tungu hans með reipi?   Geturðu dregið reipi* gegnum nasir hanseða stungið krók* gegnum kjálka hans?   Biður hann þig að miskunna séreða talar hann vingjarnlega til þín?   Gerir hann samning við þigog gerist þræll þinn ævilangt?   Leikurðu við hann eins og við fugleða hefur hann í bandi handa litlu stelpunum þínum?   Versla kaupmenn með hann? Skipta þeir honum milli verslunarmanna?   Geturðu rekið skutla gegnum húð hans+eða spjót í höfuð hans?   Leggðu höndina á hann. Þú gleymir ekki þeim átökum og gerir það aldrei aftur!   Það er vonlaust að yfirbuga hann. Það eitt að sjá hann flæmir þig burt.* 10  Enginn þorir að stugga við honum. Hver vogar sér þá að setja sig upp á móti mér?+ 11  Hver hefur gefið mér eitthvað að fyrra bragði svo að ég ætti að endurgjalda honum?+ Allt sem er undir himninum tilheyrir mér.+ 12  Ég ætla ekki að þegja um limi hans,um styrk hans og vel myndaðan líkama. 13  Hver hefur svipt hann brynjunni? Hver fer inn í opið ginið á honum? 14  Hver getur glennt upp gin hans? Tennurnar eru ógnvekjandi. 15  Á bakinu eru* beinplötur í röðum,festar þétt saman. 16  Hver plata liggur svo þétt að næstuað ekki kemst loft á milli. 17  Þær eru festar hver í aðra,eru samfastar og verða ekki aðskildar. 18  Hann skýtur gneistum þegar hann fnæsirog augu hans eru eins og geislar morgunroðans. 19  Eldingar ganga út úr gini hans,eldneistarnir fljúga. 20  Reykur stendur út úr nösum hanseins og úr ofni sem er kyntur með sefi. 21  Andgustur hans kveikir í kolumog logi stendur úr gini hans. 22  Mikill kraftur býr í hálsi hansog skelfing hleypur á undan honum. 23  Húðfellingarnar á kviðnum eru samfastar,eins og steyptar á hann og þær gefa sig ekki. 24  Hjarta hans er hart eins og steinn,já, hart eins og neðri kvarnarsteinn. 25  Þegar hann reisir sig hræðast jafnvel sterkir menn,fát grípur um sig þegar hann berst um. 26  Ekkert sverð vinnur á honumné spjót eða ör.+ 27  Járn er honum eins og hálmstrá,kopar eins og fúinn viður. 28  Ör rekur hann ekki á flótta,slöngvusteinar verða að hálmi gegn honum. 29  Kylfu metur hann eins og hálmog hann hlær þegar menn veifa kastspjóti. 30  Kviður hans er eins og hvöss leirbrot,hann skilur eftir sig för í leðjunni eins og þreskisleði.+ 31  Hann lætur ólga í djúpinu eins og í potti,hann lætur sjóinn freyða eins og sjóðandi smyrsl. 32  Rákin á eftir honum glitrar,ætla mætti að djúpið væri með hvítt hár. 33  Ekkert á jörðinni jafnast á við hann,dýr sem var skapað án þess að kunna að hræðast. 34  Hann hvessir augun á allt sem er hrokafullt. Hann er konungur yfir öllum tignarlegu villidýrunum.“

Neðanmáls

Hugsanlega krókódíllinn.
Orðrétt „sefstrá“.
Orðrétt „þyrni“.
Eða „fellir þig flatan“.
Eða hugsanl. „Stolt hans er“.