Fimmta Mósebók 9:1–29

  • Ástæða þess að Ísraelsmönnum var gefið landið (1–6)

  • Ísraelsmenn ögra Jehóva fjórum sinnum (7–29)

    • Gullkálfurinn (7–14)

    • Móse biður fólkinu vægðar (15–21, 25–29)

    • Jehóva reittur til reiði þrisvar í viðbót (22)

9  Hlustaðu, Ísrael. Í dag ferðu yfir Jórdan+ til að vinna land af þjóðum sem eru meiri og voldugri en þú,+ vinna borgir sem eru stórar og með himinháum múrum+  og sigra fólk sem er stórt og sterkt, Anakíta,+ sem þú þekkir og hefur heyrt sagt um: ‚Hver getur staðist gegn Anakítum?‘  Í dag skaltu því vita að Jehóva Guð þinn fer á undan þér.+ Hann er eyðandi eldur+ og hann mun útrýma þjóðunum. Hann yfirbugar þær fyrir augum þínum svo að þú verðir fljótur að hrekja þær burt og eyða þeim eins og Jehóva hefur lofað þér.+  Þegar Jehóva Guð þinn hrekur þær burt undan þér skaltu ekki hugsa með þér: ‚Það var vegna réttlætis míns að Jehóva leiddi mig hingað til að taka þetta land til eignar.‘+ Það er öllu heldur vegna illsku þessara þjóða+ sem Jehóva hrekur þær burt undan þér.  Það er ekki vegna þess að þú sért réttlátur og einlægur í hjarta sem þú tekur land þeirra til eignar. Jehóva Guð þinn hrekur þessar þjóðir burt undan þér+ vegna illsku þeirra og til að standa við loforðið sem Jehóva sór forfeðrum þínum, Abraham,+ Ísak+ og Jakobi.+  Þú skalt því vita að það er ekki vegna réttlætis þíns að Jehóva Guð þinn gefur þér þetta góða land til að taka það til eignar því að þú ert þrjósk* þjóð.+  Munið og gleymið því aldrei hvernig þið ögruðuð Jehóva Guði ykkar í óbyggðunum.+ Frá þeim degi sem þið yfirgáfuð Egyptaland þangað til þið komuð hingað hafið þið gert uppreisn gegn Jehóva.+  Þið ögruðuð Jehóva jafnvel við Hóreb og Jehóva varð svo reiður við ykkur að hann ætlaði að eyða ykkur.+  Þegar ég fór upp á fjallið til að taka við steintöflunum,+ töflum sáttmálans sem Jehóva gerði við ykkur,+ dvaldi ég á fjallinu í 40 daga og 40 nætur+ án þess að borða né drekka nokkuð. 10  Jehóva gaf mér steintöflurnar tvær sem hann hafði skrifað á með fingri sínum, en á þeim stóðu öll orðin sem Jehóva talaði til ykkar á fjallinu úr eldinum daginn sem þið söfnuðust saman.+ 11  Þegar 40 dagar og 40 nætur voru liðnar gaf Jehóva mér steintöflurnar tvær, sáttmálstöflurnar, 12  og Jehóva sagði við mig: ‚Flýttu þér niður héðan því að fólk þitt, sem þú leiddir út úr Egyptalandi, hefur gert nokkuð sem er mjög illt.+ Það fór fljótt út af veginum sem ég sagði því að fylgja. Það hefur gert sér málmlíkneski.‘*+ 13  Síðan sagði Jehóva við mig: ‚Ég hef fylgst með þessu fólki og séð að það er þrjóskt.*+ 14  Farðu nú frá mér. Ég ætla að eyða fólkinu og afmá nafn þess undir himninum og gera þig að voldugri og fjölmennari þjóð en það er.‘+ 15  Ég fór niður fjallið meðan það stóð í ljósum logum+ og ég var með báðar sáttmálstöflurnar í höndunum.+ 16  Þá sá ég að þið höfðuð syndgað gegn Jehóva Guði ykkar! Þið höfðuð gert ykkur kálf úr málmi.* Þið voruð fljót að fara út af veginum sem Jehóva sagði ykkur að fylgja.+ 17  Ég greip um báðar töflurnar, kastaði þeim frá mér með báðum höndum og mölvaði þær fyrir augum ykkar.+ 18  Síðan féll ég fram fyrir Jehóva 40 daga og 40 nætur eins og í fyrra skiptið. Ég borðaði hvorki né drakk+ vegna allra þeirra synda sem þið höfðuð drýgt með því að gera það sem var illt í augum Jehóva og misbjóða honum. 19  Ég var skelfingu lostinn vegna þess hve reiður Jehóva var út í ykkur.+ Hann ætlaði að eyða ykkur. En Jehóva hlustaði á mig einnig í þetta sinn.+ 20  Jehóva var svo reiður út í Aron að hann ætlaði að eyða honum+ en þá bað ég líka innilega fyrir honum. 21  Síðan tók ég kálfinn+ sem þið gerðuð þegar þið syndguðuð og brenndi hann í eldi. Ég mölvaði hann og muldi í duft, og kastaði því síðan í ána sem rennur niður af fjallinu.+ 22  Þið reittuð Jehóva líka til reiði í Tabera,+ Massa+ og Kibrót Hattava.+ 23  Þegar Jehóva sendi ykkur af stað frá Kades Barnea+ og sagði: ‚Farið og takið til eignar landið sem ég gef ykkur,‘ þá risuð þið aftur gegn skipun Jehóva Guðs ykkar,+ sýnduð ekki trú+ á hann og hlýdduð honum ekki. 24  Þið hafið risið gegn Jehóva allt frá því að ég kynntist ykkur. 25  Ég féll fram fyrir Jehóva í 40 daga og 40 nætur.+ Ég gerði það af því að Jehóva sagðist ætla að eyða ykkur. 26  Ég bað innilega til Jehóva og sagði: ‚Alvaldur Drottinn Jehóva, tortímdu ekki þjóð þinni. Hún er eign þín*+ sem þú leystir með miklum mætti þínum og leiddir út úr Egyptalandi með sterkri hendi.+ 27  Minnstu þjóna þinna, Abrahams, Ísaks og Jakobs.+ Horfðu fram hjá þrjósku þessa fólks, illsku þess og synd.+ 28  Annars gæti fólkið í landinu sem þú leiddir okkur út úr sagt: „Jehóva var ekki fær um að leiða þá inn í landið sem hann lofaði þeim og þar sem hann hataði þá fór hann með þá út í óbyggðirnar til að taka þá af lífi.“+ 29  Þetta er fólk þitt og eign þín*+ sem þú leiddir út með miklum mætti þínum og útréttum handlegg.‘+

Neðanmáls

Orðrétt „harðsvíruð“.
Eða „steypt líkneski“.
Orðrétt „harðsvírað fólk“.
Eða „steyptan kálf“.
Eða „arfur þinn“.
Eða „arfur þinn“.