Fimmta Mósebók 32:1–52
32 „Hlustið, himnar, og ég mun tala,jörðin heyri orðin af munni mér.
2 Fræðsla mín streymi sem regnið,orð mín drjúpi eins og döggin,eins og milt regn á grasið,eins og helliskúrir á gróðurinn.
3 Ég mun boða nafn Jehóva.+
Segið frá hve Guð okkar er mikill!+
4 Kletturinn, verk hans eru fullkomin+því að allir vegir hans eru réttlátir.+
Trúfastur Guð+ sem er aldrei ranglátur,+réttlátur er hann og ráðvandur.+
5 Það eru þeir sem eru spilltir.+
Þeir eru ekki börn hans, þeir hafa sjálfir brugðist.+
Þeir eru svikul og rangsnúin kynslóð.+
6 Kemurðu svona fram við Jehóva,+þú heimska og óvitra þjóð?+
Er hann ekki faðir þinn sem skapaði þig,+sá sem myndaði þig og gerði þig að þjóð?
7 Minnstu fyrri daga,hugsaðu um árin þegar fyrri kynslóðir voru uppi.
Spyrðu föður þinn og hann getur sagt þér frá,+öldungana og þeir geta frætt þig.
8 Þegar Hinn hæsti gaf þjóðunum erfðaland,+þegar hann aðskildi syni Adams,*+setti hann þjóðunum landamæri+miðað við fjölda Ísraelssona.+
9 Fólk Jehóva er hlutdeild hans,+Jakob erfðahlutur hans.+
10 Hann fann hann í óbyggðum,+í auðri, gnauðandi eyðimörk.+
Hann gætti hans og annaðist+og verndaði hann eins og sjáaldur auga síns.+
11 Eins og örn kemur ungum sínum úr hreiðrinu,svífur yfir nýfleygum ungunum,þenur út vængina og grípur þá,ber þá á flugfjöðrum sínum,+
12 þannig leiddi Jehóva hann.*+
Enginn framandi guð var með honum.+
13 Hann lét hann sækja fram á hæðum landsins+og borða af ávexti jarðar.+
Hann nærði hann á hunangi úr klettiog olíu úr tinnusteini,
14 smjöri úr kúnum og mjólk úr sauðfénu,ásamt bestu sauðunum,*hrútum Basans og geithöfrumog fínasta hveiti.*+
Þú drakkst vín úr blóði* vínberja.
15 Þegar Jesjúrún* fitnaði sparkaði hann þrjóskulega.
Þú fitnaðir, varðst digur og útblásinn.+
Þá yfirgaf hann Guð sem skapaði hann+og fyrirleit klettinn sem bjargaði honum.
16 Þeir reittu hann til reiði með framandi guðum,+misbuðu honum með viðurstyggðum.+
17 Þeir færðu fórnir illum öndum en ekki Guði,+guðum sem þeir höfðu ekki þekkt,nýjum guðum, nýtilkomnum,guðum sem forfeður þínir þekktu ekki.
18 Þú gleymdir klettinum,+ föður þínum,og mundir ekki eftir þeim Guði sem fæddi þig.+
19 Jehóva sá það og hafnaði þeim+því að synir hans og dætur misbuðu honum.
20 Hann sagði: ‚Ég hyl andlit mitt fyrir þeim,+ég ætla að sjá hvernig fer fyrir þeimþví að þeir eru spillt kynslóð,+synir sem engin tryggð býr í.+
21 Þeir hafa reitt mig til reiði* með því sem er ekki guð,+misboðið mér með einskis nýtum goðum sínum.+
Ég vek afbrýði þeirra með fólki sem er ekki þjóð,+misbýð þeim með heimskri þjóð.+
22 Reiði mín hefur kveikt bál+sem brennur niður í djúp grafarinnar,*+það gleypir jörðina og afurðir hennarog kveikir í undirstöðum fjalla.
23 Ég hrúga yfir þá hörmungum,eyði á þá öllum örvum mínum.
24 Þeir örmagnast af hungri,+tærast af sótthita og eyðast með öllu.+
Ég sendi á þá vígtennt villidýr+og eiturslöngur sem skríða á jörðinni.
25 Úti herjar sverðið,+inni sækir skelfing+á unga menn og meyjar,ungbörn og gráhærða.+
26 Ég ætlaði að segja: „Ég tvístra þeim,ég afmái minningu þeirra meðal manna.“
27 En ég óttaðist viðbrögð óvinarins+því að andstæðingarnir hefðu getað mistúlkað það.+
Þeir hefðu getað sagt: „Við sigruðum í eigin krafti,+það var ekki Jehóva sem gerði allt þetta.“
28 Ísrael er þjóð gersneydd skynsemi,*hjá henni er enginn skilningur.+
29 Bara að þeir væru vitrir!+ Þá myndu þeir íhuga þetta.+
Þeir myndu hugleiða hvernig færi fyrir þeim.+
30 Hvernig gæti einn elt 1.000
og tveir rekið 10.000 á flótta+nema klettur þeirra hefði selt þá+og Jehóva framselt þá óvinunum?
31 Klettur þeirra er ekki eins og okkar klettur,+það skilja jafnvel óvinir okkar.+
32 Vínviður þeirra er af vínviði Sódómuog af gróðurstöllum Gómorru.+
Vínber þeirra eru eitruðog klasar þeirra beiskir.+
33 Vín þeirra er slöngueitur,banvænt eitur kóbrunnar.
34 Er það ekki geymt hjá mér,innsiglað í geymsluhúsi mínu?+
35 Mín er hefndin og mitt að endurgjalda+á tilsettum tíma þegar fótur þeirra skrikar.+
Ógæfudagur þeirra er í nándog það sem bíður þeirra gerist innan skamms.‘
36 Jehóva mun dæma fólk sitt+og finna til með* þjónum sínum+þegar hann sér að kraftur þeirra dvínarog engir eru eftir nema hjálparvana og veikburða menn.
37 Þá mun hann spyrja: ‚Hvar eru guðir þeirra,+kletturinn þar sem þeir leituðu athvarfs,
38 þeir sem átu fitu fórna* þeirraog drukku vín drykkjarfórna þeirra?+
Komi þeir nú og hjálpi ykkur,verði þeir athvarf ykkar.
39 Sjáið nú að ég er Guð*+og engir aðrir guðir eru til.+
Ég deyði og ég lífga.+
Ég særi+ og ég mun græða+og enginn getur frelsað úr hendi minni.+
40 Ég lyfti hendi minni til himinsog sver: „Svo sannarlega sem ég lifi að eilífu“+
41 – þegar ég brýni blikandi sverð mittog bý mig undir að fullnægja dómi+kem ég fram hefndum á fjandmönnum mínum+og endurgeld þeim sem hata mig.
42 Ég geri örvar mínar drukknar af blóði,af blóði fallinna og fanga,og sverð mitt skal éta hold,höfuðin af leiðtogum óvinanna.‘
43 Gleðjist, þið þjóðir, með fólki hans+því að hann hefnir blóðs þjóna sinna,+kemur fram hefndum á andstæðingum sínum+og friðþægir fyrir* land fólks síns.“
44 Móse kom og flutti þetta ljóð í heild í áheyrn fólksins,+ hann og Hósea*+ Núnsson.
45 Eftir að Móse hafði flutt öllum Ísrael þessi orð
46 sagði hann: „Hugfestið viðvörun mína sem ég flyt ykkur í dag+ svo að þið brýnið fyrir börnum ykkar að halda vandlega allt sem stendur í þessum lögum.+
47 Þetta eru ekki innantóm orð heldur er líf ykkar undir þeim komið+ og ef þið hlýðið þeim lifið þið lengi í landinu sem þið haldið nú inn í yfir Jórdan til að taka til eignar.“
48 Þennan sama dag sagði Jehóva við Móse:
49 „Farðu upp á Abarímfjall,+ fjallið Nebó,+ sem er í Móabslandi á móts við Jeríkó og horfðu yfir Kanaansland sem ég gef Ísraelsmönnum til eignar.+
50 Þú munt deyja á fjallinu sem þú gengur upp á og safnast til fólks þíns* eins og Aron bróðir þinn dó á Hórfjalli+ og safnaðist til fólks síns
51 því að þið brugðust mér báðir meðal Ísraelsmanna við Meríbavötn+ í Kades í óbyggðum Sin. Þið helguðuð mig ekki frammi fyrir Ísraelsmönnum.+
52 Þú færð að sjá landið í fjarska en sjálfur færðu ekki að ganga inn í landið sem ég gef Ísraelsmönnum.“+
Neðanmáls
^ Eða hugsanl. „mannkynið“.
^ Það er, Jakob.
^ Orðrétt „fitu sauðanna“.
^ Orðrétt „nýrnafitu hveitisins“.
^ Eða „safa“.
^ Sem þýðir ‚hinn ráðvandi‘. Heiðurstitill gefinn Ísrael.
^ Eða „vakið afbrýði mína“.
^ Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
^ Eða hugsanl. „sem heyrir ekki ráð“.
^ Eða „sjá eftir“.
^ Eða „bestu fórnir“.
^ Orðrétt „hann“.
^ Eða „hreinsar“.
^ Upprunalegt nafn Jósúa. Hósea er stytting nafnsins Hósaja sem merkir ‚bjargað af Jah; Jah hefur bjargað‘.
^ Ljóðræn lýsing á dauðanum.