Fimmta Mósebók 25:1–19

  • Ákvæði um hýðingu (1–3)

  • Ekki múlbinda naut sem þreskir (4)

  • Mágskylduhjónaband (5–10)

  • Bannað að grípa í kynfæri þegar menn slást (11, 12)

  • Réttir vogarsteinar og mæliker (13–16)

  • Amalekítum skal útrýmt (17–19)

25  Þegar deila kemur upp milli manna mega þeir leita til dómaranna.+ Þeir kveða upp dóm og sýkna hinn saklausa en sakfella hinn seka.+  Ef hinn seki verðskuldar hýðingu+ á dómarinn að láta hann leggjast niður og síðan á að hýða hann að dómaranum viðstöddum. Hann á að fá eins mörg högg og hæfir vonskuverki hans.  Það má hýða hann allt að 40 höggum+ en ekki fleirum. Ef bróðir þinn væri hýddur umfram það yrði hann niðurlægður fyrir augum þínum.  Þú skalt ekki múlbinda naut þegar það þreskir korn.+  Ef bræður búa í grennd hver við annan og einn þeirra deyr án þess að hafa eignast son á ekkja hins látna ekki að giftast manni utan fjölskyldunnar. Mágur hennar á að ganga inn til hennar og gegna skyldu sinni með því að giftast henni.+  Fyrsti sonurinn sem hún eignast skal bera nafn bróðurins sem lést+ svo að nafn hans afmáist ekki úr Ísrael.+  Ef maðurinn vill ekki giftast ekkju bróður síns á hún að fara til öldunganna við borgarhliðið og segja: ‚Mágur minn neitar að viðhalda nafni bróður síns í Ísrael. Hann fellst ekki á að gegna mágskyldunni og giftast mér.‘  Öldungarnir í borg hans skulu kalla hann fyrir sig og tala við hann. Ef hann stendur fast á sínu og segir: ‚Ég vil ekki giftast henni,‘  á ekkja bróður hans að ganga að honum frammi fyrir öldungunum, taka sandalann af fæti hans,+ hrækja framan í hann og segja: ‚Svona á að fara með mann sem vill ekki viðhalda ætt bróður síns.‘ 10  Þaðan í frá skal ætt* hans í Ísrael kallast ‚Ætt hins skólausa‘. 11  Ef tveir menn slást og kona annars þeirra skerst í leikinn til að hjálpa manni sínum, réttir út höndina og grípur um kynfæri hins 12  skaltu höggva af henni höndina. Þú* skalt ekki vorkenna henni. 13  Þú mátt ekki vera með tvenns konar vogarsteina í poka þínum,+ annan þungan en hinn léttan. 14  Þú mátt ekki vera með tvenns konar mæliker*+ í húsi þínu, annað stórt en hitt lítið. 15  Vertu með nákvæman og réttan vogarstein og nákvæmt og rétt mæliker svo að þú verðir langlífur í landinu sem Jehóva Guð þinn gefur þér.+ 16  Jehóva Guð þinn hefur andstyggð á þeim sem eru óheiðarlegir og gera slíkt.+ 17  Mundu hvað Amalekítar gerðu ykkur þegar þið voruð á leiðinni frá Egyptalandi,+ 18  hvernig þeir komu á móti ykkur á leiðinni og réðust á alla sem drógust aftur úr þegar þið voruð þreytt og uppgefin. Þeir óttuðust ekki Guð. 19  Þegar Jehóva Guð þinn hefur gefið þér frið fyrir öllum óvinum umhverfis þig í landinu sem Jehóva Guð þinn gefur þér til eignar+ skaltu afmá Amalekíta af jörðinni svo að þeirra verði aldrei minnst framar.+ Gleymdu því ekki.

Neðanmáls

Orðrétt „nafn“.
Orðrétt „Auga þitt“.
Orðrétt „vera með efu og efu“. Sjá viðauka B14.