Fimmta Mósebók 19:1–21

  • Blóðsekt og griðaborgir (1–13)

  • Ekki má færa landamerki (14)

  • Vitni í dómsmáli (15–21)

    • Tveggja eða þriggja vitna krafist (15)

19  Þegar Jehóva Guð þinn eyðir þjóðunum í landinu sem Jehóva Guð þinn gefur þér og þú hefur hrakið þær burt og sest að í borgum þeirra og húsum+  skaltu taka frá þrjár borgir í landinu sem Jehóva Guð þinn gefur þér til eignar.+  Skiptu landinu sem Jehóva Guð þinn gefur þér til eignar í þrennt og bættu vegina þannig að sá sem verður manni að bana geti flúið til einnar af þessum borgum.  Eftirfarandi gildir um þann sem verður manni að bana og flýr þangað til að halda lífi: Ef hann verður náunga sínum óviljandi að bana en hann hataði hann ekki,+  til dæmis ef hann fer með honum út í skóg til að safna viði og reiðir öxina til að höggva tré en öxin gengur af skaftinu og lendir á manninum svo að hann deyr, þá á banamaðurinn að flýja til einnar af þessum borgum til að halda lífi.+  Ef borgin væri of langt í burtu gæti sá sem á blóðs að hefna+ elt hann uppi, náð honum og drepið hann í reiði sinni.* Hann átti þó ekki skilið að deyja fyrst hann hataði ekki manninn.+  Þess vegna segi ég þér: ‚Taktu frá þrjár borgir.‘  Jehóva Guð þinn færir út landamæri þín eins og hann sór forfeðrum þínum+ og gefur þér allt landið sem hann lofaði að gefa forfeðrum þínum,+  svo framarlega sem þú heldur dyggilega öll þessi boðorð sem ég gef þér í dag, elskar Jehóva Guð þinn og gengur alltaf á vegum hans.+ Þegar land þitt stækkar skaltu bæta þrem borgum við þessar þrjár.+ 10  Þannig er komið í veg fyrir að saklausu blóði sé úthellt+ í landinu sem Jehóva Guð þinn gefur þér til eignar og að þú verðir blóðsekur.+ 11  En ef maður hatar náunga sinn,+ bíður færis að ráðast á hann og særir hann svo að hann hlýtur bana af og ef maðurinn flýr síðan til einnar af þessum borgum 12  eiga öldungarnir í heimaborg hans að sækja hann þangað og láta hann í hendur hefnandans. Hann skal deyja.+ 13  Þú* skalt ekki vorkenna honum heldur skaltu hreinsa Ísrael af sök vegna saklauss blóðs+ svo að þér farnist vel. 14  Þegar þú færð erfðahlut þinn í landinu sem Jehóva Guð þinn gefur þér til eignar máttu ekki færa landamerki nágranna þíns+ þaðan sem forfeðurnir settu þau. 15  Eitt vitni nægir ekki til að sakfella* mann fyrir nokkurt afbrot eða synd sem hann kann að hafa framið.+ Það þarf að staðfesta brotið með framburði tveggja eða þriggja vitna.+ 16  Ef einhver ber vitni með illt í huga og sakar annan mann um brot+ 17  eiga báðir mennirnir sem eiga hlut að máli að ganga fram fyrir Jehóva, prestana og dómarana sem gegna embætti þá.+ 18  Dómararnir eiga að rannsaka málið vandlega+ og ef sá sem bar vitni reynist vera ljúgvottur og hefur borið bróður sinn upplognum sökum 19  skuluð þið fara með hann eins og hann ætlaði að fara með bróður sinn.+ Þið skuluð uppræta hið illa á meðal ykkar.+ 20  Fólkið mun frétta það og ekki voga sér að gera nokkuð slíkt framar.+ 21  Sýndu* enga meðaumkun:+ Þú skalt láta líf fyrir líf,* auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hönd fyrir hönd og fót fyrir fót.+

Neðanmáls

Orðrétt „því að hjarta hans er heitt“.
Orðrétt „Auga þitt“.
Orðrétt „rísa gegn“.
Orðrétt „Auga þitt sýni“.
Eða „sál fyrir sál“.