Fimmta Mósebók 18:1–22

  • Hlutur presta og Levíta (1–8)

  • Dulspekiiðkanir bannaðar (9–14)

  • Spámaður eins og Móse (15–19)

  • Að bera kennsl á falsspámenn (20–22)

18  Enginn Levítaprestur og reyndar enginn af ættkvísl Leví skal fá eignar- eða erfðahlut með öðrum í Ísrael. Þeir eiga að borða af eldfórnunum handa Jehóva sem eru erfðahlutur hans.+  Þeir fá sem sagt engan erfðahlut meðal bræðra sinna. Jehóva er erfðahlutur þeirra eins og hann hefur lofað þeim.  Prestarnir skulu hafa þessi réttindi hjá fólkinu: Sá sem færir fórn, hvort heldur naut eða sauð, á að gefa prestinum bóginn, kjammana og vömbina.  Þú átt að gefa honum frumgróðann af korni þínu, nýja víninu og olíunni og fyrstu ullina af sauðfé þínu.+  Jehóva Guð þinn hefur valið Leví og syni hans af öllum ættkvíslum þínum til að þjóna í nafni Jehóva alla daga.+  En ef Levíti yfirgefur borgina í Ísrael þar sem hann býr+ og vill fara til staðarins sem Jehóva velur*+  má hann þjóna þar í nafni Jehóva Guðs síns eins og allir bræður hans, Levítarnir, sem gegna þjónustu þar frammi fyrir Jehóva.+  Hann á að fá jafn stóran hlut og þeir til matar,+ óháð því sem hann fær þegar hann selur föðurarfleifð sína.  Þegar þú ert kominn inn í landið sem Jehóva Guð þinn gefur þér máttu ekki taka upp viðurstyggilega siði þjóðanna þar.+ 10  Enginn má fyrirfinnast meðal ykkar sem fórnar syni sínum eða dóttur í eldi,*+ enginn sem fer með spákukl,+ stundar galdra+ eða leitar fyrirboða,+ enginn særingamaður,+ 11  enginn sem beitir galdraþulum, enginn sem leitar ráða hjá andamiðli+ eða spásagnarmanni+ og enginn sem leitar til hinna dánu.+ 12  Hver sem gerir þetta er viðurstyggilegur í augum Jehóva, og það er vegna þessara viðurstyggða sem Jehóva Guð ykkar hrekur þjóðir landsins burt undan ykkur. 13  Þú skalt vera óaðfinnanlegur frammi fyrir Jehóva Guði þínum.+ 14  Þessar þjóðir, sem þú hrekur burt, hlusta á þá sem stunda galdra+ og spásagnir+ en Jehóva Guð þinn hefur ekki leyft þér að gera neitt slíkt. 15  Jehóva Guð ykkar mun velja handa ykkur spámann eins og mig úr hópi bræðra ykkar. Þið skuluð hlusta á hann.+ 16  Það er svar við því sem þið báðuð Jehóva Guð ykkar um við Hóreb daginn sem þið söfnuðust saman+ og þið sögðuð: ‚Láttu okkur ekki heyra rödd Jehóva Guðs okkar eða sjá þennan mikla eld framar svo að við deyjum ekki.‘+ 17  Þá sagði Jehóva við mig: ‚Þeir hafa nokkuð til síns máls. 18  Ég mun velja handa þeim spámann eins og þig+ úr hópi bræðra þeirra. Ég legg honum orð mín í munn+ og hann mun flytja þeim allt sem ég gef honum fyrirmæli um.+ 19  Ég dreg hvern þann mann til ábyrgðar sem hlustar ekki á orð mín sem hann flytur í mínu nafni.+ 20  Ef spámaður vogar sér að segja eitthvað í mínu nafni sem ég hef ekki gefið honum fyrirmæli um eða talar í nafni annarra guða skal hann deyja.+ 21  En þú hugsar kannski með þér: „Hvernig vitum við að þessi orð eru ekki frá Jehóva?“ 22  Ef það sem spámaðurinn segir í nafni Jehóva kemur ekki fram eða rætist ekki er það ekki frá Jehóva. Spámaðurinn hefur þá talað af ofdirfsku sinni. Þú skalt ekki óttast hann.‘

Neðanmáls

Það er, staðarins sem Jehóva velur að tilbeiðslumiðstöð.
Orðrétt „lætur son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn“.