Fimmta Mósebók 11:1–32

  • Þið hafið séð hve mikill Jehóva er (1–7)

  • Fyrirheitna landið (8–12)

  • Launað fyrir hlýðni (13–17)

  • Geymið orð Guðs í hjarta ykkar (18–25)

  • „Blessun og bölvun“ (26–32)

11  Þú skalt elska Jehóva Guð þinn,+ alltaf gegna skyldum þínum við hann og halda ákvæði hans, lög og boðorð.  Þið vitið að í dag ávarpa ég ykkur, ekki börn ykkar sem hafa hvorki séð né kynnst ögun Jehóva Guðs ykkar,+ mikilleik hans,+ sterkri hendi+ og útréttum handlegg.  Þau sáu ekki táknin og verkin sem hann vann í Egyptalandi gegn faraó konungi Egyptalands og öllu landi hans+  né hvernig hann fór með her Egypta og hesta faraós og stríðsvagna, hvernig hann lét Rauðahafið steypast yfir þá þegar þeir eltu ykkur. Jehóva eyddi þeim í eitt skipti fyrir öll.+  Þau sáu ekki hvað hann gerði fyrir* ykkur í óbyggðunum áður en þið komuð hingað  né hvernig hann fór með Datan og Abíram, syni Elíabs Rúbenssonar, þegar jörðin opnaðist að öllum Ísrael ásjáandi og gleypti þá ásamt fjölskyldum þeirra, tjöldum og öllu lifandi sem fylgdi þeim.+  Þið hafið hins vegar séð með eigin augum öll þau miklu verk sem Jehóva vann.  Þið skuluð halda öll boðorðin sem ég gef ykkur í dag svo að þið öðlist styrk og getið lagt undir ykkur landið sem þið farið nú inn í  og verðið langlíf+ í landinu sem Jehóva sór að gefa forfeðrum ykkar og afkomendum þeirra,+ landi sem flýtur í mjólk og hunangi.+ 10  Landið sem þið takið nú til eignar er ekki eins og Egyptaland sem þið yfirgáfuð. Þar sáðuð þið korni og þurftuð að vökva akrana með fæti ykkar* eins og matjurtagarð. 11  Landið sem þið farið nú inn í og takið til eignar er land með fjöllum og dalsléttum.+ Það drekkur í sig regnið sem fellur af himni.+ 12  Það er land sem Jehóva Guð ykkar annast. Augu Jehóva Guðs ykkar vaka stöðugt yfir því, allt frá ársbyrjun til ársloka. 13  Ef þið hlýðið vandlega boðorðum mínum sem ég legg fyrir ykkur í dag, elskið Jehóva Guð ykkar og þjónið honum af öllu hjarta og allri sál*+ 14  gef ég landi ykkar regn á réttum tíma, haustregn og vorregn, og þið munuð hirða korn ykkar og uppskera nýtt vín og olíu.+ 15  Ég læt gras spretta í haga handa búfé ykkar og þið skuluð líka borða ykkur södd.+ 16  Gætið þess að láta ekki hjartað leiða ykkur afvega svo að þið farið að tilbiðja aðra guði og falla fram fyrir þeim.+ 17  Annars mun reiði Jehóva blossa upp gegn ykkur og hann lokar himninum svo að ekki rigni+ og jörðin gefi ekkert af sér. Þá verður ykkur snarlega útrýmt úr landinu góða sem Jehóva gefur ykkur.+ 18  Geymið þessi orð mín í hjarta ykkar og sál,* bindið þau á hönd ykkar til að muna eftir þeim og hafið þau eins og ennisband á höfði ykkar.*+ 19  Kennið þau börnum ykkar, talið um þau þegar þið sitjið heima og þegar þið eruð á gangi, þegar þið leggist til hvíldar og þegar þið farið á fætur.+ 20  Skrifið þau á dyrastafi húsa ykkar og borgarhlið 21  svo að þið og börn ykkar verðið langlíf+ í landinu sem Jehóva sór að gefa forfeðrum ykkar+ svo lengi sem himinn er yfir jörð. 22  Ef þið haldið dyggilega þessi boðorð sem ég gef ykkur og farið eftir þeim, það er að segja elskið Jehóva Guð ykkar,+ gangið á öllum vegum hans og haldið ykkur fast við hann,+ 23  hrekur Jehóva allar þessar þjóðir burt undan ykkur+ og þið munuð sigra þjóðir sem eru voldugri og fjölmennari en þið.+ 24  Þið munuð eignast hvern þann stað sem þið stígið fæti á.+ Land ykkar mun ná frá óbyggðunum að Líbanon og frá Fljótinu, Efrat, að hafinu í vestri.*+ 25  Enginn getur staðið gegn ykkur.+ Jehóva Guð ykkar vekur ótta og skelfingu við ykkur um allt landið+ eins og hann hefur lofað. 26  Ég legg í dag fyrir ykkur blessun og bölvun:+ 27  blessunina ef þið hlýðið boðorðum Jehóva Guðs ykkar sem ég flyt ykkur í dag+ 28  og bölvunina ef þið hlýðið ekki boðorðum Jehóva Guðs ykkar+ heldur farið út af veginum sem ég segi ykkur í dag að ganga og fylgið guðum sem þið þekktuð ekki áður. 29  Þegar Jehóva Guð ykkar leiðir ykkur inn í landið sem þið eigið að fá skuluð þið lýsa yfir* blessuninni á Garísímfjalli og bölvuninni á Ebalfjalli.+ 30  Þau eru handan við Jórdan, í vestri,* í landi Kanverja sem búa í Araba, á móts við Gilgal, hjá stóru trjánum í Móre.+ 31  Þið haldið nú yfir Jórdan til að taka landið sem Jehóva Guð ykkar gefur ykkur til eignar.+ Þegar þið hafið tekið það og sest þar að 32  skuluð þið gæta þess að fylgja öllum þeim lögum og ákvæðum sem ég legg fyrir ykkur í dag.+

Neðanmáls

Eða „hvernig hann fór með“.
Það er, annaðhvort með fótstignu vatnshjóli eða með því að beita fótum til að stjórna áveitu.
Orðrétt „milli augna ykkar“.
Það er, Hafinu mikla, Miðjarðarhafi.
Eða „veita“.
Eða „á móti sólsetrinu“.