Þriðja Mósebók 24:1–23

  • Olía á lampana í tjaldbúðinni (1–4)

  • Skoðunarbrauðin (5–9)

  • Maður sem lastmælir nafni Guðs grýttur (10–23)

24  Jehóva sagði síðan við Móse:  „Segðu Ísraelsmönnum að færa þér hreina olíu úr steyttum ólívum til lýsingar svo að stöðugt sé kveikt á lömpunum.+  Aron á að sjá til þess að það logi stöðugt frá kvöldi til morguns frammi fyrir Jehóva á lömpunum sem eru í samfundatjaldinu fyrir framan fortjald vitnisburðarins. Þetta er varanlegt ákvæði fyrir ykkur kynslóð eftir kynslóð.  Hann á alltaf að sjá um lampana á gullljósastikunni+ sem er frammi fyrir Jehóva.  Þú skalt taka fínt mjöl og baka úr því 12 kringlótt brauð. Hvert brauð á að vera úr tveim tíundu hlutum úr efu* af mjöli.  Settu þau í tvo stafla, sex í hvorn,+ á borðið úr hreinu gulli sem er frammi fyrir Jehóva.+  Þú skalt leggja hreint reykelsi ofan á hvorn staflann og það á að fórna því í stað brauðsins*+ sem eldfórn handa Jehóva.  Hvern hvíldardag á hann að stafla brauði frammi fyrir Jehóva.+ Það er varanlegur sáttmáli við Ísraelsmenn.  Aron og synir hans eiga að fá það+ og borða það á heilögum stað+ því að það er háheilagur hluti prestsins af eldfórnum Jehóva. Þetta er varanlegt ákvæði.“ 10  Meðal Ísraelsmanna var sonur ísraelskrar konu og egypsks manns,+ og hann lenti í slagsmálum við ísraelskan mann í búðunum. 11  Sonur ísraelsku konunnar fór að lastmæla nafninu* og bölva* því.+ Hann var þá leiddur fyrir Móse.+ Móðir hans hét Selómít og var dóttir Díbrí af ættkvísl Dans. 12  Menn settu hann í varðhald þar til úrskurður Jehóva yrði þeim ljós.+ 13  Jehóva sagði við Móse: 14  „Farðu með manninn sem bölvaði nafni mínu út fyrir búðirnar. Allir sem heyrðu til hans eiga að leggja hendur sínar á höfuð hans og síðan skal allur söfnuðurinn grýta hann.+ 15  Og segðu Ísraelsmönnum: ‚Ef einhver bölvar Guði sínum skal hann svara til saka fyrir synd sína. 16  Sá sem lastmælir nafni Jehóva skal tekinn af lífi.+ Allur söfnuðurinn á að grýta hann. Hvort sem það er útlendingur eða innfæddur maður sem lastmælir nafninu skal hann tekinn af lífi. 17  Ef maður drepur mann* á að taka hann af lífi.+ 18  Sá sem drepur skepnu annars manns á að bæta hana, líf fyrir líf. 19  Ef maður veitir náunga sínum áverka skal gera honum það sama og hann gerði hinum,+ 20  beinbrot fyrir beinbrot, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Það á að veita honum sams konar áverka og hann veitti manninum.+ 21  Maður sem drepur skepnu á að bæta hana+ en sá sem drepur mann skal tekinn af lífi.+ 22  Ein og sömu lög eiga að gilda fyrir ykkur, bæði útlendinga og innfædda,+ því að ég er Jehóva Guð ykkar.‘“ 23  Móse sagði Ísraelsmönnum þetta og þeir fóru með manninn sem hafði bölvað nafni Guðs út fyrir búðirnar og grýttu hann.+ Ísraelsmenn gerðu þar með eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um.

Neðanmáls

Tveir tíundu úr efu jafngiltu 4,4 l. Sjá viðauka B14.
Eða „sem táknrænum hluta fórnarinnar til að minna á hana“.
Eða „formæla“.
Það er, nafninu Jehóva eins og sjá má af versi 15 og 16.
Eða „verður mannssál að bana“.