Þriðja Mósebók 2:1–16

2  Ef einhver færir Jehóva kornfórn+ á fórnin að vera úr fínu mjöli. Hann á að hella olíu yfir það og leggja hvítt reykelsi ofan á.+  Síðan á hann að færa það sonum Arons, prestunum. Presturinn skal taka handfylli af fína mjölinu og olíunni ásamt öllu reykelsinu og láta það brenna á altarinu til tákns um alla fórnina.*+ Þetta er eldfórn, ljúfur* ilmur fyrir Jehóva.  Það sem eftir er af kornfórninni tilheyrir Aroni og sonum hans+ og er háheilagur hluti+ af eldfórnunum handa Jehóva.  Ef þú færir kornfórn sem er bökuð í ofni á hún að vera úr fínu mjöli, ósýrt kringlótt brauð blandað olíu eða ósýrðar flatkökur smurðar olíu.+  Ef fórnin er kornfórn bökuð á plötu+ á hún að vera úr fínu ósýrðu mjöli sem er blandað olíu.  Það á að brjóta hana í bita og hella olíu yfir.+ Þetta er kornfórn.  Ef fórnin er kornfórn steikt í potti á hún að vera úr fínu mjöli með olíu.  Þú skalt færa Jehóva kornfórn úr þessum hráefnum. Færðu prestinum hana og hann fer með hana að altarinu.  Presturinn á að taka hluta af kornfórninni og brenna hana á altarinu til tákns um alla fórnina.*+ Þetta er eldfórn, ljúfur* ilmur fyrir Jehóva.+ 10  Það sem eftir er af kornfórninni tilheyrir Aroni og sonum hans og er háheilagur hluti af eldfórnunum handa Jehóva.+ 11  Engin kornfórn sem þið færið Jehóva má vera sýrð+ því að þið megið ekki brenna neitt súrdeig eða hunang sem eldfórn handa Jehóva. 12  Þið megið færa það Jehóva sem frumgróðafórn+ en það má ekki brenna það á altarinu til að gefa ljúfan* ilm. 13  Allar kornfórnir sem þú færir eiga að vera kryddaðar salti. Salt, sem minnir á sáttmála Guðs, má ekki vanta í kornfórnir þínar. Berðu fram salt með öllum fórnum þínum.+ 14  Ef þú færir Jehóva kornfórn af frumgróðanum á það að vera nýtt korn* ristað við eld, grófmalað nýtt korn sem kornfórn af frumgróða þínum.+ 15  Helltu olíu yfir það og leggðu hvítt reykelsi ofan á. Þetta er kornfórn. 16  Presturinn á að brenna það til tákns um alla fórnina,*+ það er að segja hluta af grófmalaða korninu og olíunni ásamt öllu reykelsinu. Þetta er eldfórn handa Jehóva.

Neðanmáls

Eða „sem táknrænan hluta fórnarinnar til að minna á hana“.
Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „sefandi“.
Eða „sem táknrænan hluta fórnarinnar til að minna á hana“.
Orðrétt „sefandi“.
Eða „eiga það að vera græn öx“.
Eða „sem táknrænan hluta fórnarinnar til að minna á hana“.