Síðari Konungabók 25:1–30

  • Nebúkadnesar sest um Jerúsalem (1–7)

  • Jerúsalem lögð í rúst ásamt musterinu; síðari herleiðingin (8–21)

  • Gedalja gerður að landstjóra (22–24)

  • Gedalja myrtur; fólkið flýr til Egyptalands (25, 26)

  • Jójakín látinn laus í Babýlon (27–30)

25  Á níunda stjórnarári Sedekía, á tíunda degi tíunda mánaðarins, kom Nebúkadnesar+ konungur Babýlonar til Jerúsalem+ ásamt öllum her sínum. Hann settist um borgina og reisti árásarvirki allt í kringum hana.+  Umsátrið stóð fram á 11. stjórnarár Sedekía konungs.  Á níunda degi fjórða mánaðarins, þegar hungursneyðin var orðin mikil+ í borginni og landsmenn höfðu ekkert að borða,+  var brotið skarð í borgarmúrinn.+ Um nóttina, meðan Kaldear umkringdu borgina, flúðu allir hermennirnir út um hliðið milli múranna tveggja við garð konungs og konungurinn flúði í átt að Araba.+  En her Kaldea elti konunginn og náði honum á eyðisléttum Jeríkó. Allir hermenn hans yfirgáfu hann og tvístruðust.  Kaldear gripu þá konung+ og fóru með hann til Babýlonarkonungs í Ribla þar sem kveðinn var upp dómur yfir honum.  Synir Sedekía voru drepnir fyrir augunum á honum. Nebúkadnesar blindaði síðan Sedekía, setti hann í koparhlekki og flutti hann til Babýlonar.+  Á sjöunda degi fimmta mánaðarins, það er á 19. stjórnarári Nebúkadnesars Babýlonarkonungs, kom Nebúsaradan+ til Jerúsalem, en hann var varðforingi í þjónustu Babýlonarkonungs.+  Hann brenndi hús Jehóva,+ konungshöllina*+ og öll hús í Jerúsalem.+ Hann brenndi líka hús allra stórmenna í borginni.+ 10  Allur her Kaldea sem var undir forystu varðforingjans reif niður múrana umhverfis Jerúsalem.+ 11  Nebúsaradan varðforingi flutti í útlegð þá sem eftir voru í borginni, liðhlaupana sem höfðu gengið til liðs við konung Babýlonar og alla aðra sem eftir voru.+ 12  En varðforinginn skildi eftir nokkra af fátækustu íbúum landsins til að rækta víngarða og vinna kvaðavinnu.+ 13  Kaldearnir brutu koparsúlurnar+ í húsi Jehóva og einnig vagnana+ og koparhafið+ sem voru í húsi Jehóva og fluttu koparinn til Babýlonar.+ 14  Þeir tóku líka föturnar, skóflurnar, skarklippurnar, bikarana og öll koparáhöldin sem voru notuð við þjónustuna í musterinu. 15  Varðforinginn tók eldpönnurnar og skálarnar sem voru úr ekta gulli+ og silfri.+ 16  Koparinn í súlunum tveim, hafinu og vögnunum sem Salómon hafði gert fyrir hús Jehóva var svo mikill að ekki var hægt að vigta hann.+ 17  Súlurnar voru hvor um sig 18 álnir* á hæð+ og súlnahöfuðin voru úr kopar. Höfuðin voru þrjár álnir á hæð og netin og granateplin allt í kringum þau voru úr kopar.+ Súlurnar tvær og skreytingarnar á þeim voru alveg eins. 18  Varðforinginn flutti einnig með sér Seraja+ yfirprest, Sefanía+ prest, sem var næstur honum, og dyraverðina þrjá.+ 19  Úr borginni tók hann hirðmanninn sem var yfir hermönnunum, fimm af nánustu ráðgjöfum konungs sem fundust í borginni, ritara hershöfðingjans, sem kvaddi landsmenn í herinn, og 60 almúgamenn sem voru enn í borginni. 20  Nebúsaradan+ varðforingi tók þá og flutti þá til Babýlonarkonungs í Ribla.+ 21  Konungur Babýlonar lét taka þá af lífi í Ribla í Hamathéraði.+ Þannig voru íbúar Júda fluttir í útlegð úr landi sínu.+ 22  Nebúkadnesar Babýlonarkonungur setti Gedalja,+ son Ahíkams+ Safanssonar,+ yfir fólkið sem hann hafði skilið eftir í Júda.+ 23  Þegar allir hershöfðingjarnir og menn þeirra fréttu að Babýlonarkonungur hefði falið Gedalja að fara með forystuna fóru þeir þegar í stað til Gedalja í Mispa. Það voru þeir Ísmael Netanjason, Jóhanan Kareason, Seraja, sonur Tanhúmets frá Netófa, og Jaasanja sonur Maakatíta og menn þeirra.+ 24  Gedalja vann þeim og mönnum þeirra eið og sagði: „Verið óhræddir að lúta valdi Kaldea. Verið um kyrrt í landinu og þjónið konungi Babýlonar. Þá mun ykkur ganga allt í haginn.“+ 25  En í sjöunda mánuðinum kom Ísmael,+ sonur Netanja Elísamasonar, sem var af konungsættinni, til Mispa ásamt tíu mönnum. Þeir drápu Gedalja og Gyðingana og Kaldeana sem voru hjá honum.+ 26  Allt fólkið tók sig þá upp, ungir sem gamlir, þar á meðal herforingjarnir, og fór til Egyptalands+ því að það var hrætt við Kaldea.+ 27  Árið sem Evíl Meródak varð konungur í Babýlon lét hann Jójakín+ Júdakonung lausan* úr fangelsi. Það var á 37. útlegðarári Jójakíns Júdakonungs, á 27. degi 12. mánaðarins.+ 28  Hann talaði vingjarnlega við hann og veitti honum meiri heiður en hinum konungunum* sem voru hjá honum í Babýlon. 29  Jójakín fór úr fangabúningnum og borðaði hjá konungi það sem eftir var ævinnar. 30  Hann fékk daglegan matarskammt frá konungi það sem eftir var ævinnar.

Neðanmáls

Orðrétt „hús konungs“.
Alin jafngilti 44,5 cm. Sjá viðauka B14.
Orðrétt „hóf hann upp höfuð Jójakíns Júdakonungs“.
Eða „setti hásæti hans ofar hásætum hinna konunganna“.