Matteus segir frá 2:1–23

  • Stjörnuspekingar koma (1–12)

  • Flóttinn til Egyptalands (13–15)

  • Heródes lætur drepa unga drengi (16–18)

  • Setjast að í Nasaret (19–23)

2  Eftir að Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar* konungs komu stjörnuspekingar frá Austurlöndum til Jerúsalem  og sögðu: „Hvar er barnið sem á að verða konungur Gyðinga? Við sáum stjörnu hans þegar við vorum í Austurlöndum og erum komnir til að veita honum lotningu.“*  Þegar Heródes konungur heyrði þetta komst hann í mikið uppnám og öll Jerúsalem með honum.  Hann kallaði saman alla yfirprestana og fræðimennina og spurði þá hvar Kristur* ætti að fæðast.  Þeir svöruðu honum: „Í Betlehem í Júdeu því að spámaðurinn skrifaði:  ‚Þú, Betlehem í landi Júda, ert alls ekki ómerkasta borgin í augum stjórnenda Júda því að frá þér kemur stjórnandi sem verður hirðir þjóðar minnar, Ísraels.‘“  Heródes kallaði þá stjörnuspekingana til sín á laun og spurði þá í þaula hvenær stjarnan hefði birst.  Hann sendi þá síðan til Betlehem og sagði: „Farið og leitið vandlega að barninu. Látið mig svo vita þegar þið hafið fundið það svo að ég geti líka farið og veitt því lotningu.“  Eftir að hafa hlustað á konung fóru þeir sína leið. En stjarnan sem þeir höfðu séð í Austurlöndum fór á undan þeim þar til hún staðnæmdist fyrir ofan staðinn þar sem barnið var. 10  Þeir urðu yfir sig glaðir þegar þeir sáu stjörnuna. 11  Þeir gengu inn í húsið og sáu barnið ásamt Maríu móður þess, féllu á kné og veittu því lotningu.* Þeir opnuðu öskjur sínar og gáfu því gjafir – gull, reykelsi* og myrru. 12  En þar sem þeir fengu viðvörun frá Guði í draumi um að snúa ekki aftur til Heródesar fóru þeir aðra leið til heimalands síns. 13  Þegar þeir voru farnir birtist engill Jehóva* Jósef í draumi og sagði: „Farðu á fætur, taktu barnið og móður þess og flýið til Egyptalands. Verið þar þangað til ég læt þig vita því að Heródes ætlar að leita að barninu til að drepa það.“ 14  Jósef fór þá á fætur og tók barnið og móður þess um nóttina og fór til Egyptalands. 15  Hann dvaldist þar þangað til Heródes dó. Þannig rættist það sem Jehóva* lét spámann sinn segja: „Ég kallaði son minn frá Egyptalandi.“ 16  Heródes reiddist heiftarlega þegar hann áttaði sig á að stjörnuspekingarnir höfðu leikið á hann. Hann sendi menn og lét þá drepa alla drengi í Betlehem og nágrenni, tveggja ára og yngri, en það samsvaraði þeirri tímalengd sem hann hafði komist að hjá stjörnuspekingunum. 17  Þá rættist það sem sagt var fyrir milligöngu Jeremía spámanns: 18  „Rödd heyrist í Rama, grátur og harmakvein. Það er Rakel sem grætur börn sín og vill ekki láta huggast því að þau eru ekki lengur á lífi.“ 19  Þegar Heródes var dáinn birtist engill Jehóva* Jósef í draumi í Egyptalandi 20  og sagði: „Stattu upp, taktu barnið og móður þess og farðu til Ísraelslands því að þeir sem sóttust eftir lífi* barnsins eru dánir.“ 21  Hann hélt þá af stað með barnið og móður þess og kom til Ísraelslands. 22  En þegar hann frétti að Arkelás réði ríkjum í Júdeu í stað Heródesar föður síns þorði hann ekki að fara þangað. Auk þess fékk hann viðvörun frá Guði í draumi og fór því til Galíleu. 23  Hann settist að í borg sem heitir Nasaret til að það rættist sem var sagt fyrir milligöngu spámannanna: „Hann verður kallaður Nasarei.“*

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.
Eða „krjúpa fyrir honum“.
Eða „Messías; hinn smurði“.
Eða „krupu fyrir því“.
Eða „hvítt reykelsi“.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Sjá orðaskýringar.
Eða „sál“.
Líklega dregið af hebresku orði sem merkir ‚sproti‘.