Jesaja 40:1–31

 • Huggun handa fólki Guðs (1–11)

  • Rödd í óbyggðunum (3–5)

 • Guð er mikill (12–31)

  • Þjóðirnar eins og dropi úr fötu (15)

  • Guð situr hátt yfir „jarðarkringlunni“ (22)

  • Nefnir allar stjörnurnar með nafni (26)

  • Guð þreytist aldrei (28)

  • Þeir sem vona á Jehóva fá nýjan kraft (29–31)

40  „Huggið fólk mitt, huggið það,“ segir Guð ykkar.   „Talið hlýlega til* Jerúsalemog boðið henni að nauðungarvinna hennar sé á enda,að skuld hennar sé greidd. Af hendi Jehóva eru allar syndir hennar endurgoldnar að fullu.“*   Rödd manns kallar í óbyggðunum: „Greiðið veg Jehóva! Ryðjið beina braut um eyðimörkina handa Guði okkar.   Hver dalur hækkiog hvert fjall og hæð lækki. Óslétt jörðin skal verða að flatlendiog grýtt jörðin að dalsléttu.   Dýrð Jehóva opinberastog allir menn munu* sjá þaðþví að Jehóva hefur talað.“   Hlustaðu! Einhver segir: „Kallaðu!“ Annar spyr: „Hvað á ég að kalla?“ „Allir menn eru* eins og grængresi. Tryggur kærleikur þeirra er eins og blóm á engi.   Grasið skrælnar,blómin visnaþví að Jehóva blæs á þau. Já, mennirnir eru ekki annað en gras.   Grængresið skrælnar,blómin visnaen orð Guðs okkar varir að eilífu.“   Gakktu upp á hátt fjall,þú kona sem flytur Síon gleðifréttir. Hrópaðu hátt,þú kona sem flytur Jerúsalem gleðifréttir. Hrópaðu, vertu ekki hrædd. Boðaðu borgum Júda: „Hér er Guð ykkar.“ 10  Sjáið, alvaldur Drottinn Jehóva kemur í mættiog hann ríkir með hendi sinni. Sjáið, hann hefur launin með sér,launin sem hann greiðir eru frammi fyrir honum. 11  Eins og hirðir annast hann hjörð sína. Hann smalar lömbunum saman með hendinniog ber þau í fangi sínu. Blíðlega leiðir hann ærnar sem eru með lömb á spena. 12  Hver hefur mælt vötnin í lófa sínumog tekið mál af himninum með spönn* sinni? Hver hefur safnað dufti jarðar í mælikereða vegið fjöllin á vogog hæðirnar á vogarskálum? 13  Hver hefur mælt* anda Jehóvaog hver getur ráðlagt honum og kennt? 14  Hjá hverjum leitaði hann ráða til að fá skilning? Hver fræðir hann um veg réttlætisins? Hver veitir honum þekkingueða vísar honum veginn til sannrar visku?* 15  Þjóðirnar eru eins og dropi úr fötuog eru metnar sem ryklag á vogarskálum. Hann lyftir upp eyjunum eins og væru þær rykkorn. 16  Jafnvel öll tré Líbanons nægja ekki sem eldiviður*og villidýrin þar nægja ekki sem brennifórn. 17  Allar þjóðir eru sem ekkert fyrir honum,hann metur þær sem loft, eins og þær séu ekki til. 18  Við hvern getið þið líkt Guði? Er eitthvað til sem jafnast á við hann? 19  Handverksmaður steypir skurðgoð,gullsmiðurinn leggur það gulliog býr til silfurkeðjur. 20  Hann velur sér tré að fórnargjöf,tré sem fúnar ekki. Hann finnur færan handverksmanntil að skera út líkneski sem veltur ekki um koll. 21  Vitið þið ekki? Hafið þið ekki heyrt? Hefur ykkur ekki verið sagt það frá upphafi? Hafið þið ekki skilið það sem var augljóst frá grundvöllun jarðar? 22  Hann situr hátt yfir jarðarkringlunni*og íbúar hennar eru eins og engisprettur. Hann þenur út himininn eins og þunna slæðuog breiðir úr honum eins og tjaldi til að búa í. 23  Hann sviptir háttsetta menn völdumog gerir dómara* jarðar að engu. 24  Þeir eru varla gróðursettir,þeim er varla sáð,stofn þeirra hefur varla fest rætur í jörðfyrr en þeir fjúka burt og visnaog vindurinn ber þá burt eins og hálm. 25  „Við hvern getið þið líkt mér? Hver er jafningi minn?“ spyr Hinn heilagi. 26  „Horfið upp til himins og sjáið. Hver hefur skapað allt þetta? Það er hann sem leiðir stjörnurnar eins og her og telur þær,hann kallar þær allar með nafni. Hann býr yfir svo gríðarlegum krafti og ógurlegum mættiað enga þeirra vantar. 27  Jakob, af hverju segir þú, og Ísrael, af hverju fullyrðir þú: ‚Vegir mínir eru huldir Jehóva,Guði er sama um óréttlætið sem ég má þola‘? 28  Veistu ekki? Hefurðu ekki heyrt? Jehóva, sem skapaði endimörk jarðar, er Guð um alla eilífð. Hann þreytist aldrei né örmagnast. Viska* hans er órannsakanleg.* 29  Hann gefur hinum þreytta kraftog máttlitlum fullan styrk. 30  Drengir þreytast og örmagnastog ungir menn hrasa og falla 31  en þeir sem vona á Jehóva fá nýjan kraft. Þeir svífa hátt á vængjum eins og ernir. Þeir hlaupa og örmagnast ekki,þeir ganga og þreytast ekki.“

Neðanmáls

Orðrétt „Talið til hjarta“.
Eða „tvöfalt“.
Orðrétt „allt hold mun“.
Orðrétt „Allt hold er“.
Bilið milli góma þumalfingurs og litlafingurs útglenntra. Sjá viðauka B14.
Eða hugsanl. „skilið“.
Eða „að sönnum skilningi“.
Eða „til að halda eldi lifandi“.
Eða „jarðarhnettinum“.
Eða „valdhafa“.
Eða „Skilningur“.
Eða „óskiljanleg“.