Sálmur 99:1–9

  • Jehóva, heilagur konungur

    • Situr í hásæti yfir kerúbunum (1)

    • Guð sem bæði fyrirgefur og refsar (8)

99  Jehóva er orðinn konungur, þjóðirnar skjálfi. Hann situr í hásæti yfir kerúbunum,* jörðin nötri.   Jehóva er mikill á Síonog er hafinn yfir allar þjóðir.   Þær skulu lofa þitt mikla nafnþví að það er mikilfenglegt og heilagt.   Hann er voldugur konungur sem elskar réttlæti. Mælikvarði þinn er alltaf réttur. Þú hefur komið á réttlæti og réttvísi í Jakobi.   Upphefjið Jehóva Guð okkar og fallið fram* við fótskemil hans. Hann er heilagur.   Móse og Aron voru meðal presta hansog Samúel meðal þeirra sem ákölluðu nafn hans. Þeir hrópuðu til Jehóvaog hann svaraði þeim.   Hann talaði til þeirra úr skýstólpanum. Þeir fylgdu áminningum hans og ákvæðunum sem hann gaf þeim.   Jehóva Guð okkar, þú svaraðir þeim. Þú reyndist þeim Guð sem fyrirgefuren þú refsaðir* þeim fyrir syndir þeirra.   Upphefjið Jehóva Guð okkarog fallið fram* við heilagt fjall hansþví að Jehóva Guð okkar er heilagur.

Neðanmáls

Eða hugsanl. „á milli kerúbanna“.
Eða „tilbiðjið“.
Orðrétt „komst fram hefndum á“.
Eða „tilbiðjið“.