Sálmur 97:1–12

  • Jehóva er hafinn yfir aðra guði

    • „Jehóva er orðinn konungur!“ (1)

    • Elskið Jehóva, hatið það sem er illt (10)

    • Ljós yfir réttláta (11)

97  Jehóva er orðinn konungur! Jörðin gleðjist,allar eyjarnar fagni.   Ský og myrkur umlykja hann,réttlæti og réttvísi eru grundvöllur hásætis hans.   Eldur fer á undan honumog eyðir óvinum hans á allar hliðar.   Eldingar hans lýsa upp landið,jörðin sér það og skelfur.   Fjöllin bráðna eins og vax frammi fyrir Jehóva,frammi fyrir Drottni allrar jarðarinnar.   Himnarnir kunngera réttlæti hansog allar þjóðir sjá dýrð hans.   Allir skurðgoðadýrkendur verði sér til skammar,þeir sem stæra sig af gagnslausum guðum sínum. Fallið fram fyrir honum,* allir guðir.   Síon heyrir það og fagnar,borgir* Júda gleðjastyfir dómum þínum, Jehóva,   því að þú, Jehóva, ert Hinn hæsti yfir allri jörðinni,þú ert hafinn hátt yfir alla aðra guði. 10  Þið sem elskið Jehóva, hatið það sem er illt. Hann verndar líf sinna trúföstu,hann bjargar þeim úr hendi* hinna illu. 11  Ljós leiftrar yfir réttlátaog gleði brýst út hjá hinum hjartahreinu. 12  Gleðjist yfir Jehóva, þið réttlátu,og lofið heilagt nafn hans.

Neðanmáls

Eða „Tilbiðjið hann“.
Orðrétt „dætur“.
Eða „frá valdi“.