Sálmur 96:1–13

  • „Syngið Jehóva nýjan söng“

    • Jehóva verðskuldar lof (4)

    • Guðir þjóðanna eru einskis nýtir (5)

    • Tilbiðjið í helgum skrúða (9)

96  Syngið Jehóva nýjan söng. Lofsyngið Jehóva, allir jarðarbúar!   Syngið fyrir Jehóva, lofið nafn hans. Boðið gleðifréttirnar um frelsun dag eftir dag.   Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna,undraverkum hans meðal allra manna.   Jehóva er mikill og verðskuldar lof,hann er mikilfenglegri en allir aðrir guðir.   Allir guðir þjóðanna eru einskis nýtiren Jehóva er sá sem skapaði himininn.   Hann er umlukinn tign og ljóma,máttur og fegurð er í helgidómi hans.   Veitið Jehóva verðskuldað lof, þið ættir þjóðanna,lofið Jehóva fyrir dýrð hans og mátt.   Veitið Jehóva það lof sem nafn hans á skilið,komið með gjöf í forgarða hans.   Fallið fram fyrir* Jehóva í helgum skrúða,*öll jörðin skjálfi frammi fyrir honum. 10  Boðið meðal þjóðanna: „Jehóva er orðinn konungur! Jörðin* stendur stöðug, hún haggast ekki. Hann dæmir þjóðirnar* af sanngirni.“ 11  Himnarnir fagni og jörðin gleðjist,hafið drynji og allt sem í því er, 12  sáðlöndin fagni og allt sem á þeim erog öll tré skógarins hrópi af gleði 13  frammi fyrir Jehóva því að hann kemur,*hann kemur til að dæma jörðina. Hann dæmir heimsbyggðina með réttlætiog þjóðirnar af trúfesti.

Neðanmáls

Eða „Tilbiðjið“.
Eða hugsanl. „vegna ljómans af heilagleika hans“.
Eða „Frjósamt landið“.
Eða „flytur mál þjóðanna“.
Eða „er kominn“.