Sálmur 92:1–15

  • Jehóva upphafinn að eilífu

    • Mikil verk hans og djúpar hugsanir (5)

    • ‚Hinir réttlátu dafna eins og tré‘ (12)

    • Aldraðir dafna (14)

Söngljóð fyrir hvíldardaginn. 92  Það er gott að þakka Jehóvaog syngja nafni þínu lof,* þú Hinn hæsti,   að boða tryggan kærleika þinn að morgniog trúfesti þína um nætur   við undirleik tístrengja hljóðfæris og lútu,við óm hljómfagurrar hörpu.   Þú hefur glatt mig, Jehóva, með dáðum þínum,ég hrópa fagnandi yfir verkum handa þinna.   Hversu mikil eru verk þín, Jehóva,hve djúpar hugsanir þínar!   Enginn óskynsamur maður getur þekkt þær,enginn heimskingi getur skilið þetta:   Þegar vondir menn spretta eins og illgresi*og allir afbrotamenn blómstraverður þeim útrýmt fyrir fullt og allt.   En þú, Jehóva, ert upphafinn um eilífð.   Fagnaðu sigri yfir óvinum þínum, Jehóva,sjáðu hvernig óvinir þínir hverfaog öll illmenni tvístrast. 10  En þú veitir mér styrk villinautsins,*ég mýki húð mína með nýrri olíu. 11  Ég horfi sigurglaður á fjandmenn mína. Ég heyri að árásarmenn mínir séu fallnir. 12  En hinir réttlátu dafna eins og pálmatréog stækka eins og sedrustré í Líbanon. 13  Þeir eru gróðursettir í húsi Jehóva,þeir blómstra í forgörðum Guðs okkar. 14  Jafnvel á gamals aldri* dafna þeirog eru þróttmiklir* og hraustir 15  og boða að Jehóva sé réttlátur. Hann er klettur minn og hjá honum er ekkert ranglæti.

Neðanmáls

Eða „lofa nafn þitt með tónlist“.
Eða „gras“.
Orðrétt „upphefur horn mitt eins og á villinauti“.
Eða „þegar hárið er gránað“.
Orðrétt „feitir“.