Sálmur 91:1–16

  • Vernd í skjóli Guðs

    • Bjargað frá fuglafangaranum (3)

    • Athvarf undir vængjum Guðs (4)

    • Öruggur þótt þúsundir falli (7)

    • Englum skipað að vernda (11)

91  Sá sem býr í skjóli* Hins hæstadvelur í skugga Hins almáttuga.   Ég segi við Jehóva: „Þú ert athvarf mitt og virki,Guð minn sem ég treysti á.“   Hann bjargar þér frá gildru fuglafangarans,frá banvænni drepsóttinni.   Hann skýlir* þér með flugfjöðrum sínumog undir vængjum hans leitarðu athvarfs. Trúfesti hans verður skjöldur* og varnarmúr.*   Þú þarft ekki að óttast ógnir næturinnarné örina sem flýgur að degi,   drepsóttina sem læðist í myrkrinuné eyðinguna sem geisar um hádegi.   Þúsund falla við hlið þérog tíu þúsund þér á hægri hönden það nær ekki til þín.   Þú horfir aðeins á það,verður vitni að hvernig illum er refsað.*   Fyrst þú sagðir: „Jehóva er athvarf mitt,“hefurðu gert Hinn hæsta að bústað* þínum. 10  Engar hörmungar koma yfir þigog engin plága nálgast tjald þitt 11  því að hann skipar englum sínumað gæta þín á öllum vegum þínum. 12  Þeir munu bera þig á höndum sértil að þú hrasir ekki um stein. 13  Þú treður á ungljóni og kóbru,traðkar á fullvaxta ljóni og stórri slöngu. 14  Guð sagði: „Ég bjarga honum þar sem hann elskar mig,*ég vernda hann því að hann þekkir* nafn mitt. 15  Hann kallar á mig og ég svara honum. Ég verð með honum á erfiðum tímum. Ég bjarga honum og upphef hann. 16  Ég gef honum langa æviog læt hann sjá að ég bjarga.“

Neðanmáls

Eða „á leynistað“.
Eða „hindrar aðgang að“.
Eða „stór skjöldur“.
Eða „virkisgarður“.
Orðrétt „endurgoldið“.
Eða hugsanl. „virki; athvarfi“.
Orðrétt „hann hefur tengst mér“.
Eða „viðurkennir“.