Sálmur 9:1–20

  • Undraverk Guðs

    • Jehóva, öruggt athvarf (9)

    • Þeir sem þekkja nafn Guðs treysta honum (10)

Til tónlistarstjórans. Almút labben.* Söngljóð eftir Davíð. א [alef] 9  Ég vil lofa þig, Jehóva, af öllu hjarta,segja frá öllum undraverkum þínum.   Ég vil gleðjast og fagna yfir þér,lofa nafn þitt í söng,* þú Hinn hæsti. ב [bet]   Þegar óvinir mínir hörfahrasa þeir og tortímast fyrir augliti þínu   því að þú verð málstað minn og rétt. Þú situr í hásæti þínu og dæmir af réttvísi. ג [gimel]   Þú hefur hastað á þjóðirnar og gereytt hinum illu,afmáð nafn þeirra um alla eilífð.   Óvininum var rutt úr vegi fyrir fullt og allt. Þú jafnaðir borgir þeirra við jörðu,enginn minnist þeirra framar. ה [he]   En Jehóva situr í hásæti sínu að eilífu,hann hefur grundvallað hásæti sitt á réttlæti.   Hann dæmir heimsbyggðina af réttvísi,fellir réttláta dóma yfir þjóðunum. ו [vá]   Jehóva verður öruggt athvarf* hinum kúgaða,öruggt athvarf á neyðartímum. 10  Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þérþví að þú, Jehóva, yfirgefur aldrei þá sem leita þín. ז [zajin] 11  Lofsyngið Jehóva sem býr á Síon,kunngerið verk hans meðal þjóðanna. 12  Hann gleymir ekki hrópum hinna bágstöddu,hann man eftir þeim og hefnir blóðs þeirra. ח [het] 13  Vertu mér góður, Jehóva, sjáðu hve þjakaður ég er af völdum óvina minna,þú sem lyftir mér upp frá hliðum dauðans, 14  svo að ég geti sagt frá dásemdarverkum þínum í hliðum Síonar*og fagnað yfir björgun þinni. ט [tet] 15  Þjóðirnar hafa fallið í gryfjuna sem þær grófu,flækt fót sinn í netinu sem þær lögðu. 16  Jehóva þekkist á dómum sínum. Hinir illu gengu í eigin gildru. (Higgaíon.* Sela) י [jód] 17  Hinir vondu hverfa í gröfina,*allar þjóðir sem gleyma Guði. 18  En hinir fátæku eru ekki gleymdir að eilífuog von auðmjúkra bregst ekki. כ [kaf] 19  Láttu til þín taka, Jehóva! Láttu ekki dauðlegan manninn hafa betur. Þjóðirnar hljóti dóm frammi fyrir þér. 20  Skelfdu þær, Jehóva,gerðu þeim ljóst að þær eru dauðlegar. (Sela)

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.
Eða „með tónlist“.
Eða „öruggt fjallavígi“.
Orðrétt „Síonardóttur“.
Sjá orðaskýringar.
Á hebr. sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.