Sálmur 86:1–17

  • Enginn guð er eins og Jehóva

    • Jehóva er fús til að fyrirgefa (5)

    • Allar þjóðir eiga að tilbiðja Jehóva (9)

    • ‚Fræddu mig um veg þinn‘ (11)

    • „Gefðu mér óskipt hjarta“ (11)

Bæn Davíðs. 86  Beygðu þig niður, Jehóva, og hlustaðu,*svaraðu mér því að ég er hrjáður og fátækur.   Verndaðu líf mitt því að ég er trúfastur,bjargaðu þjóni þínum sem treystir á þigþví að þú ert minn Guð.   Vertu mér góður, Jehóva,því að ég kalla til þín allan daginn.   Láttu þjón þinn gleðjastþví að til þín, Jehóva, leita ég.   Þú, Jehóva, ert góður og fús til að fyrirgefa. Þú sýnir tryggan kærleika öllum sem ákalla þig.   Heyrðu bæn mína, Jehóva,og hlustaðu þegar ég bið um hjálp.   Ég kalla til þín í angist minniþví að þú bænheyrir mig.   Enginn er sem þú, Jehóva, meðal guðanna,engin verk eru eins og þín.   Allar þjóðir sem þú skapaðirkoma og falla fram fyrir þér, Jehóva,og þær heiðra nafn þitt 10  því að þú ert mikill og vinnur undraverk. Þú ert Guð, þú einn. 11  Fræddu mig, Jehóva, um veg þinn,ég ætla að ganga í sannleika þínum. Gefðu mér óskipt hjarta svo að ég virði* nafn þitt. 12  Ég lofa þig, Jehóva Guð minn, af öllu hjartaog heiðra nafn þitt að eilífu 13  því að tryggur kærleikur þinn til mín er mikillog þú hefur bjargað mér úr djúpi grafarinnar.* 14  Guð, hrokafullir menn rísa gegn mér,hópur vægðarlausra manna sækist eftir lífi mínuog þeir bera enga virðingu fyrir þér.* 15  En þú, Jehóva, ert miskunnsamur og samúðarfullur Guð,seinn til reiði og sýnir tryggan kærleika og trúfesti í ríkum mæli.* 16  Snúðu þér að mér og vertu mér góður. Gefðu þjóni þínum af krafti þínumog bjargaðu syni ambáttar þinnar. 17  Gefðu mér tákn* um góðvild þínasvo að þeir sem hata mig sjái það og skammist sínþví að þú, Jehóva, hjálpar mér og hughreystir.

Neðanmáls

Orðrétt „Hneigðu eyra þitt, Jehóva“.
Orðrétt „óttist“.
Á hebr. sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „hafa þig ekki fyrir augum sér“.
Eða „og ert alltaf sannorður“.
Eða „sönnun“.