Sálmur 85:1–13

  • Bæn um nýjan kraft

    • Guð boðar sínum trúföstu frið (8)

    • „Tryggur kærleikur og trúfesti mætast“ (10)

Til tónlistarstjórans. Eftir syni Kóra. Söngljóð. 85  Jehóva, þú hefur sýnt landi þínu góðvild. Þú leiddir aftur heim börn Jakobs sem voru í ánauð.   Þú fyrirgafst misgerðir fólks þíns,breiddir yfir allar syndir þess. (Sela)   Þú hélst aftur af bræði þinni,hefur látið af brennandi reiðinni.   Veittu okkur nýjan kraft,* Guð frelsari okkar,og láttu af vanþóknun þinni í okkar garð.   Verður þú okkur reiður að eilífu? Mun bræði þín vara kynslóð eftir kynslóð?   Viltu ekki lífga okkur viðsvo að fólk þitt geti glaðst yfir þér?   Sýndu okkur tryggan kærleika, Jehóva,og veittu okkur frelsun.   Ég hlusta á það sem Jehóva, hinn sanni Guð, segirþví að hann boðar fólki sínu frið, sínum trúföstu. En láttu þá ekki verða örugga með sig.   Hann er tilbúinn að bjarga þeim sem óttast hanntil að dýrð hans megi búa í landi okkar. 10  Tryggur kærleikur og trúfesti mætast,réttlæti og friður kyssast. 11  Trúfesti sprettur upp úr jörðinniog réttlæti horfir niður af himnum. 12  Já, Jehóva gefur það sem gott er*og land okkar afurðir sínar. 13  Réttlætið gengur á undan honumog ryður stíg fyrir fætur hans.

Neðanmáls

Eða „Leiddu okkur til baka“.
Eða „velgengni“.