Sálmur 84:1–12

  • Þrá eftir tjaldbúð Guðs

    • Levíti vildi að hann væri eins og fugl (3)

    • „Einn dagur í forgörðum þínum“ (10)

    • „Guð er sól og skjöldur“ (11)

Til tónlistarstjórans. Gittít.* Eftir syni Kóra. Söngljóð. 84  Þín mikla tjaldbúð er yndisleg,Jehóva hersveitanna.   Ég þrái heitt,já, ég er örmagna af þráeftir forgörðum Jehóva. Hjarta mitt og hold hrópar fagnandi til hins lifandi Guðs.   Jafnvel fuglinn finnur sér heimili þarog svalan gerir sér hreiður. Þar annast hún unga sínanálægt stórfenglegu altari þínu, Jehóva hersveitanna,konungur minn og Guð.   Þeir sem búa í húsi þínu eru hamingjusamir. Þeir lofa þig stöðugt. (Sela)   Þeir sem sækja styrk til þín eru hamingjusamir,þeir sem þrá í hjarta sér að halda af stað til húss þíns.   Þegar þeir fara um Bakadalinn*fylla þeir hann lindumog fyrsta regnið klæðir hann* blessun.   Þeir styrkjast á göngunni,þeir ganga allir fram fyrir Guð á Síon.   Jehóva, Guð hersveitanna, heyrðu bæn mína,hlustaðu, Guð Jakobs. (Sela)   Þú ert skjöldur okkar og Guð,*horfðu á andlit þíns smurða. 10  Einn dagur í forgörðum þínum er betri en þúsund annars staðar! Ég kýs frekar að standa við þröskuldinn í húsi Guðs mínsen að dvelja í tjöldum illskunnar, 11  því að Jehóva Guð er sól og skjöldur,hann sýnir velvild og virðingu. Jehóva synjar þeim engra gæðasem varðveita trúfesti* sína. 12  Jehóva hersveitanna,sá maður er hamingjusamur sem treystir á þig.

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.
Eða „dal bakarunnanna“.
Eða hugsanl. „og leiðbeinandinn sveipar sig“.
Eða hugsanl. „Guð, sjáðu skjöld okkar“.
Eða „ráðvendni“.