Sálmur 82:1–8

  • Kallað eftir réttlátum dómi

    • Guð dæmir meðal „guðanna“ (1)

    • „Verjið bágstadda“ (3)

    • „Þið eruð guðir“ (6)

Söngljóð eftir Asaf. 82  Guð tekur sér stöðu í söfnuði sínum,*hann dæmir mitt á meðal guðanna:*   „Hve lengi ætlið þið að fella rangláta dómaog styðja málstað hinna illu? (Sela)   Verjið* bágstadda og föðurlausa. Látið hina hjálparvana og fátæku ná rétti sínum.   Bjargið hinum bágstöddu og fátæku,frelsið þá úr hendi hinna illu.“   Þeir* vita ekkert og hafa engan skilning,þeir ráfa um í myrkri. Allar undirstöður jarðar riða.   „Ég hef sagt: ‚Þið eruð guðir,*þið eruð allir synir Hins hæsta.   En þið deyið eins og venjulegir mennog fallið eins og hver annar höfðingi!‘“   Gakktu fram, Guð, og dæmdu jörðinaþví að allar þjóðir tilheyra þér.

Neðanmáls

Eða „söfnuði hins guðdómlega“.
Eða „hinna guðlegu“.
Eða „Verið dómarar“.
Það er, „guðirnir“ í 1. versi.
Eða „guðum líkir“.