Sálmur 76:1–12

  • Sigur Guðs yfir óvinum Síonar

    • Guð bjargar auðmjúkum (9)

    • Guð auðmýkir stolta óvini (12)

Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri. Söngljóð eftir Asaf. 76  Guð er þekktur í Júda,nafn hans er mikið í Ísrael.   Skáli hans er í Salem,bústaður hans á Síon.   Þar braut hann logandi örvar bogans,skjöldinn, sverðið og önnur stríðsvopn. (Sela)   Þú geislar skært.* Þú ert tignarlegri en fjöll full af villibráð.   Hugrakkir menn voru rændir,þeir sofnuðu svefni dauðans. Hermennirnir komu engum vörnum við.   Vegna ógnana þinna, Guð Jakobs,hafa vagnkappinn og hesturinn sofnað djúpum svefni.   Þú einn ert mikilfenglegur. Hver getur staðist brennandi reiði þína?   Af himni kvaðst þú upp dóm. Jörðin hræddist og þagði   þegar Guð steig fram til að fullnægja dómiog bjarga öllum auðmjúkum á jörð. (Sela) 10  Reiði manna verður þér til lofs,þú prýðir þig með leifunum af reiði þeirra. 11  Vinnið Jehóva Guði ykkar heit og efnið þau,allir í kringum hann færi honum gjafir með lotningu. 12  Hann auðmýkir stolta leiðtoga,vekur ótta með konungum jarðar.

Neðanmáls

Eða „ert umvafinn ljósi“.