Sálmur 73:1–28

 • Guðhræddur maður endurheimtir andlega sýn

  • „Við lá að ég villtist“ (2)

  • „Ég þjáðist allan daginn“ (14)

  • ‚Þar til ég gekk inn í helgidóm Guðs‘ (17)

  • Hinir illu standa á hálli jörð (18)

  • Gott að vera nálægt Guði (28)

Söngljóð eftir Asaf. 73  Guð er sannarlega góður við Ísrael,við þá sem eru hjartahreinir.   En við lá að ég villtist,minnstu munaði að ég hrasaði.   Ég fór að öfunda hina hrokafullu*þegar ég sá velgengni illra manna.   Þeir eru hraustir og heilbrigðir,*þeir deyja ekki með kvölum.   Þeir hafa ekki áhyggjur eins og annað fólkog þjást ekki eins og aðrir.   Hrokinn er því hálsmen þeirra,ofbeldið er þeim eins og yfirhöfn.   Augu þeirra eru útstæð af velmegun,*þeir ná lengra en þá óraði fyrir.   Þeir hæðast og tala af illsku,með hroka hóta þeir kúgun.   Þeir tala eins og séu þeir himninum hærriog tunga þeirra veður gortandi um jörðina. 10  Fólk Guðs* snýr sér til þeirraog drekkur af ríkulegu vatni þeirra. 11  Þeir segja: „Hvernig ætti Guð að vita af þessu? Veit Hinn hæsti allt?“ 12  Já, þannig eru hinir illu sem lifa þægilegu lífi. Þeir safna sífellt meiri auðæfum. 13  Til einskis hef ég haldið hjarta mínu hreinuog þvegið hendur mínar í sakleysi. 14  Ég þjáðist allan daginn,var ávítaður hvern morgun. 15  En ef ég hefði sagt þettahefði ég svikið þjóð þína.* 16  Ég reyndi að skilja þaðen það angraði mig 17  þar til ég gekk inn í stórfenglegan helgidóm Guðsog skildi hvaða framtíð bíður þeirra. 18  Þú setur þá á hála jörð. Þú lætur þá falla og farast. 19  Allt í einu er úti um þá! Þeir hverfa í einni svipan og hljóta skelfileg endalok. 20  Eins og maður gleymir draumi þegar hann vaknar,þannig bægir þú þeim burt,* Jehóva, þegar þú ríst á fætur. 21  En ég var bitur í hjartaog innra með* mér fann ég sáran sting. 22  Ég hugsaði ekki skýrt og skildi ekki neitt,ég var eins og skynlaus skepna frammi fyrir þér. 23  En nú er ég alltaf hjá þér,þú heldur í hægri hönd mína. 24  Þú leiðbeinir mér með ráðum þínumog leiðir mig síðan til dýrðar. 25  Hvern á ég að á himnum? Hafi ég þig þrái ég ekkert annað á jörð. 26  Þótt hold mitt og hjarta bregðister Guð klettur hjarta míns og hlutskipti að eilífu. 27  Þeir sem halda sig fjarri þér farast. Þú afmáir* alla sem eru siðlausir* og yfirgefa þig. 28  En það gerir mér gott að vera nálægt Guði. Ég hef gert alvaldan Drottin Jehóva að athvarfi mínuog segi frá öllum verkum þínum.

Neðanmáls

Eða „monthanana“.
Eða „eru með ístru“.
Orðrétt „fitu“.
Orðrétt „hans“.
Orðrétt „kynslóð sona þinna“.
Orðrétt „fyrirlíturðu mynd þeirra“.
Orðrétt „í nýrum“.
Orðrétt „þaggar niður í“.
Eða „ótrúir“.