Sálmur 70:1–5

  • Bæn um skjóta hjálp

    • „Komdu mér fljótt til bjargar“ (5)

Til tónlistarstjórans. Eftir Davíð. Ort til áminningar. 70  Guð, bjargaðu mér. Jehóva, hjálpaðu mér fljótt.   Þeir sem sækjast eftir lífi mínuverði sér til smánar og skammar. Þeir sem gleðjast yfir ógæfu minniflýi með skömm.   Láttu þá sem hæðast og segja: „Gott á þig,“skammast sín og hörfa.   En þeir sem leita þínskulu gleðjast og fagna yfir þér. Þeir sem elska og þrá björgun þína segi ávallt: „Guð sé hátt upp hafinn.“   En ég er hrjáður og fátækur. Guð, komdu mér fljótt til bjargarþví að þú ert hjálp mín og frelsari. Jehóva, bíddu ekki of lengi.

Neðanmáls