Sálmur 67:1–7

  • Endimörk jarðar óttast Guð

    • Menn munu þekkja veg Guðs (2)

    • ‚Allir þjóðflokkar lofi Guð‘ (3, 5)

    • „Guð mun blessa okkur“ (6, 7)

Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri. Söngljóð. 67  Guð mun sýna okkur góðvild og blessa okkur,hann lætur auglit sitt lýsa yfir okkur. (Sela)   Þá mun öll jörðin þekkja veg þinnog allar þjóðir sjá að þú hefur frelsað okkur.   Þjóðflokkar skulu lofa þig, Guð,allir þjóðflokkar lofi þig.   Þjóðirnar gleðjist og hrópi af fögnuðiþví að þú dæmir þær af sanngirni. Þú munt leiða þjóðir jarðar. (Sela)   Þjóðflokkar skulu lofa þig, Guð,allir þjóðflokkar lofi þig.   Jörðin mun gefa ávöxt sinn,Guð, Guð okkar, blessar okkur.   Guð mun blessa okkurog öll endimörk jarðar óttast hann.*

Neðanmáls

Eða „sýna honum lotningu“.