Sálmur 61:1–8

  • Guð er sterkur turn gegn óvininum

    • „Ég vil gista í tjaldi þínu“ (4)

Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri. Eftir Davíð. 61  Guð, heyrðu hróp mín á hjálp,hlustaðu á bæn mína.   Frá endimörkum jarðar hrópa ég til þínþegar hjarta mitt örvæntir. Leiddu mig upp á háan klett   því að þú ert mér athvarf,sterkur turn sem ver mig gegn óvini mínum.   Ég vil gista í tjaldi þínu að eilífu,leita athvarfs í skjóli vængja þinna (Sela)   því að þú, Guð, hefur heyrt heit mín,þú hefur gefið mér arfleifð þeirra sem óttast nafn þitt.   Þú lengir líf* konungsog ár hans vara kynslóð eftir kynslóð.   Hann mun sitja í hásæti frammi fyrir Guði að eilífu,verndaðu hann með tryggum kærleika og trúfesti.   Þá skal ég lofsyngja nafn þitt* að eilífuog efna heit mín dag eftir dag.

Neðanmáls

Orðrétt „bætir dögum við daga“.
Eða „lofa nafn þitt með tónlist“.