Sálmur 60:1–12

  • Guð gersigrar óvininn

    • „Liðsinni manna er einskis virði“ (11)

    • „Guð veitir okkur kraft“ (12)

Til tónlistarstjórans. Við „Vitnisburðarliljuna“. Miktam.* Til fræðslu. Eftir Davíð þegar hann barðist við Aram Naharaím og Aram Sóba og Jóab sneri við og felldi 12.000 Edómíta í Saltdalnum. 60  Guð, þú hafnaðir okkur, þú braust í gegnum varnir okkar,þú varst okkur reiður en taktu okkur nú aftur í sátt.   Þú lést jörðina skjálfa og rifna. Lagaðu sprungur hennar því að hún er að hrynja.   Þú lést fólk þitt þola miklar þrautir,gafst okkur vín að drekka svo að við skjögruðum.   Gefðu* merki þeim sem óttast þigsvo að þeir geti flúið undan örvum bogans. (Sela)   Frelsaðu okkur með hægri hendi þinni og svaraðu okkursvo að þeir sem þú elskar bjargist.   Guð hefur talað í heilagleika sínum:* „Ég fagna, ég gef Síkem sem erfðalandog skipti Súkkótdal.*   Gíleað tilheyrir mér og Manasse einnig,Efraím er hjálmurinn á höfði mér,*Júda er veldissproti minn.   Móab er þvottaskál mín. Ég kasta sandala mínum yfir Edóm,hrópa siguróp yfir Filisteu.“   Hver leiðir mig til hinnar umsetnu* borgar? Hver fer með mig alla leið til Edóms? 10  Ert það ekki þú, Guð, þú sem hefur hafnað okkur,þú sem ferð ekki lengur út með hersveitum okkar? 11  Hjálpaðu okkur í neyð okkarþví að liðsinni manna er einskis virði. 12  Guð veitir okkur kraftog fótumtreður fjandmenn okkar.

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.
Eða hugsanl. „Þú hefur gefið“.
Eða hugsanl. „helgidómi sínum“.
Eða „Súkkótsléttu“.
Orðrétt „vígi höfuðs míns“.
Eða hugsanl. „víggirtu“.