Sálmur 59:1–17

  • Guð er skjöldur og athvarf

    • ‚Þyrmdu ekki svikurum‘ (5)

    • „Ég vil syngja um mátt þinn“ (16)

Til tónlistarstjórans. Við „Eyddu ekki“. Miktam* eftir Davíð þegar Sál sendi menn til að vakta hús Davíðs* og drepa hann. 59  Bjargaðu mér frá óvinum mínum, Guð minn,verndaðu mig fyrir þeim sem rísa gegn mér.   Bjargaðu mér frá þeim sem gera illt,frelsaðu mig frá ofbeldismönnum.*   Þeir sitja fyrir mér,sterkir menn ráðast á migþótt ég hafi hvorki gert uppreisn, Jehóva, né syndgað.   Þeir hlaupa og búast til atlögu þótt ég hafi ekkert brotið af mér. Vaknaðu þegar ég hrópa og sjáðu hvað þeir gera   því að þú, Jehóva, Guð hersveitanna, ert Guð Ísraels. Vaknaðu og líttu á það sem allar þjóðirnar gera,þyrmdu engum illgjörnum svikara. (Sela)   Á hverju kvöldi snúa þeir aftur,þeir urra* eins og hundar og læðast um borgina.   Sjáðu hvað streymir* úr munni þeirra,sverð er á vörum þeirraog þeir segja: „Hver hlustar?“   En þú, Jehóva, hlærð að þeim,hæðist að öllum þjóðunum.   Þú ert styrkur minn, ég skyggnist eftir þér. Guð er mér öruggt athvarf.* 10  Guð kemur mér til hjálpar, hann sem sýnir mér tryggan kærleika. Guð lætur mig sjá óvini mína falla. 11  Dreptu þá ekki svo að þjóð mín gleymi ekki,rektu þá á flæking með mætti þínumog brjóttu þá á bak aftur, Jehóva, þú sem ert skjöldur okkar. 12  Þeir syndga með munni sínum, með orðum vara sinna. Láttu þá flækjast í eigin hrokavegna bölvana þeirra og lyga. 13  Gerðu út af við þá í reiði þinni,gerðu út af við þá svo að þeir hverfi með öllu. Gerðu þeim ljóst að Guð ríkir yfir Jakobi og til endimarka jarðar. (Sela) 14  Láttu þá snúa aftur að kvöldi,megi þeir urra* eins og hundar og læðast um borgina. 15  Láttu þá reika um í leit að æti,megi þeir hvorki verða saddir né finna sér næturskjól. 16  En ég vil syngja um mátt þinn,segja fagnandi frá tryggum kærleika þínum að morgniþví að þú ert mér öruggt athvarf,til þín get ég flúið þegar erfiðleikar dynja á. 17  Þú ert styrkur minn, ég vil syngja þér lof.* Guð er mér öruggt athvarf, hann sem sýnir mér tryggan kærleika.

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „húsið“.
Eða „blóðþyrstum mönnum“.
Eða „gelta“.
Eða „freyðir“.
Eða „öruggt fjallavígi“.
Eða „gelta“.
Eða „leika tónlist fyrir þig“.