Sálmur 56:1–13

  • Bæn í ofsóknum

    • „Ég treysti Guði“ (4)

    • „Safnaðu tárum mínum í skinnbelg þinn“ (8)

    • „Hvað geta mennirnir gert mér?“ (4, 11)

Til tónlistarstjórans. Sungið við „Þögla dúfan langt í burtu“. Miktam* eftir Davíð þegar Filistear gripu hann í Gat. 56  Hjálpaðu mér, Guð, því að dauðlegir menn ráðast á mig,*allan daginn ofsækja þeir mig og berjast gegn mér.   Óvinir mínir glefsa í mig allan daginn,margir berjast gegn mér fullir hroka.   Þegar ég er hræddur reiði ég mig á þig.   Ég treysti Guði og lofa orð hans,set traust mitt á Guð og er ekki hræddur. Hvað geta mennirnir gert mér?   Allan daginn gera þeir mér lífið leittog hugsa um það eitt að gera mér mein.   Þeir sitja um mig til að ráðast á mig,fylgjast með hverju skrefi mínuog bíða færis að ráða mér bana.   Hafnaðu þeim vegna illsku þeirra,Guð, refsaðu þjóðunum í reiði þinni.   Þú tekur eftir hrakningum mínum. Safnaðu tárum mínum í skinnbelg þinn,þau eru skráð í bók þína.   Óvinir mínir hörfa þegar ég hrópa á hjálp. Guð er með mér, það veit ég fyrir víst. 10  Ég treysti Guði og lofa orð hans. Ég treysti Jehóva og lofa orð hans. 11  Ég set traust mitt á Guð og er ekki hræddur. Hvað geta mennirnir gert mér? 12  Guð, ég vil efna heit mín við þig,ég vil færa þér þakkarfórnir 13  því að þú frelsaðir mig frá dauðaog forðaðir fótum mínum frá hrösunsvo að ég geti gengið frammi fyrir Guði í ljósi hinna lifandi.

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.
Eða „glefsa í mig“.