Sálmur 54:1–7

  • Bæn um hjálp andspænis ógn óvina

    • „Guð er hjálp mín“ (4)

Til tónlistarstjórans. Fyrir strengjahljóðfæri. Maskíl* eftir Davíð þegar Sífítar komu og sögðu við Sál: „Davíð felur sig hjá okkur.“ 54  Guð, bjargaðu mér með nafni þínuog verðu mig með mætti þínum.   Guð, heyrðu bæn mína,hlustaðu á orð mín   því að ókunnir menn hafa risið gegn mérog miskunnarlausir óþokkar sækjast eftir lífi mínu. Þeim stendur á sama um Guð.* (Sela)   En Guð er hjálp mín,Jehóva er með þeim sem styðja mig.   Hann lætur óvini mína gjalda fyrir illsku sína. Eyddu þeim* í trúfesti þinni.   Ég færi þér fórnir af fúsu geði,lofa nafn þitt, Jehóva, því að það er gott.   Hann bjargar mér úr öllum raunum,ég horfi fagnandi á óvini mína falla.

Neðanmáls

Sjá orðaskýringar.
Eða „Þeir hafa Guð ekki fyrir augum“.
Orðrétt „Þaggaðu niður í þeim“.